Saga - 2010, Síða 60
Héraðs vötnum, og á okkar tímum er þarna brú sem er hluti af
hring veginum. Á Völlum voru krossgötur um 186526 og þannig
mun einnig hafa verið á miðöldum. Austur af bænum mun hafa
verið vað á Jökulsá árið 1246 sem marka má af því að Brandur
kolbeins son, arftaki kolbeins unga, fór þá með lið sitt frá Víðimýri til
móts við Þórð kakala Sighvatsson (sjá kort nr. 3). Brandur fylkti
liðinu gegn Þórði við Haugsnes, nærri Djúpadalsá, eða Dalsá, og
laut í lægra haldi í Haugsnesbardaga. Hann var handsamaður á
flótta og veginn á Róðugrund, ekki fjarri ætluðu vaði á Jökulsá
eystri. Senni lega fóru þeir Brandur hjá Völlum austur yfir Jökulsá,
nærri þeim stað þar sem brúin er núna á Héraðsvötnum, og hann
mun hafa hugsað sér að flýja sömu leið í gagnstæða átt. er þá líklegt
að þarna hafi verið hin almenna leið yfir Jökulsá eystri, leiðin sem
farin var frá lauginni og síðan út með firði að austan. Líkur eru til
að Brandur hafi fallið sunnan ármóta við Dalsá.27 Róðukross var
reistur á 13. öld á Róðugrund til minningar um Brand og hefði svo
vart verið gert nema af því að margir fóru að jafnaði um vaðið og
um ætluð vegamót á Róðugrund og gátu minnst Brands. Aftur hef-
ur verið reistur hér róðukross á líklegum stað, til minningar um
Brand, og tröllauknum steinum komið fyrir til að tákna herina sem
börðust við Haugsnes.
Á Völlum var kirkja og er athyglisvert að presturinn á bænum
skyldi um 1318 bæði taka full laun heima og önnur eins á Ökrum.28
Átt er við stórbýlið Stóru Akra (Syðri-Akra), austan Jökulsár, og
þetta merkir að kirkju á síðarnefnda bænum hefur verið þjónað frá
Völlum.
Fyrst prestur á Völlum skyldi þjóna kirkju á Ökrum, handan
Jökulsár eystri, er ætlandi að mikilvægt vað hafi verið á ánni frá
landi Valla, líklega vaðið sem Brandur kolbeinsson fór um með liði
sínu. Má hugsa sér að ferðamönnum hafi sumum þótt styrkjandi að
biðja í kirkjunni á Völlum, áður en lagt var austur yfir ána, enda
mun hún stundum hafa þrútnað sem önnur jökulvötn.29
helgi þorláksson60
26 Sölvi Sveinsson, „Samgöngur í Skagafirði 1874–1904“, Skagfirðingabók VIII
(1977), bls. 73–74.
27 Rökin eru þau að bardaginn við Haugsnes var sunnan við Djúpadalsá eða
Dalsá. Áin mun alltaf hafa verið vatnsmikil og betra að hafa vað á Jökulsá áður
en hún sameinaðist hinni.
28 DI II, bls. 466; „iiij [4] merkur af Ökrum“.
29 Jökulsá var sögð sundriðin 1234, líklega hin eystri, og hefur þótt óvanalegt
(Sturlunga saga I, bls. 373, sbr. 430).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 60