Saga - 2010, Page 62
laugarinnar að þessu leyti eða þinghalds þar né heldur laugarsetum.
Sumarið 1245 var haldinn fundur að Hestaþingshamri til að ræða
hver skyldi taka við sem höfðingi af kolbeini unga látnum og kom
þar saman fjölmenni úr héraði og einnig vestan yfir heiði (um
Vatnsskarð). Á fundinum var Brandur kolbeinsson kosinn yfir all-
ar sveitir. Aftur var haldinn fjölmennur fundur við Hestaþings -
hamar 1252 og tekið við Gissuri Þorvaldssyni sem höfðingja. Sum -
arið 1254 átti Oddur Þórarinsson fund með bændum við Hesta -
þingshamar og sagði þeim að Gissur Þorvaldsson hefði beðið sig
um að vera fyrir sveitum. Bændur kváðust vilja hafa Odd sem for-
stjóra. Var efnt til fundar viku síðar við Hestaþingshamar og tekið
formlega við Oddi sem formanni, svo sem það er orðað. enn og aftur
áttu flokkar aðkomumanna og margt héraðsfólk fund við Hesta -
þingshamar 21. september 1254.30
Nafnið Hestaþingshamar er talið týnt en tveir hamrar í Skaga -
firði heita Hestavígshamar, annar ekki fjarri Víðimýri, hinn hjá
Flugumýri.31 Hinn fyrrnefndi var árið 1842 nefndur Hestaþings -
hamar jafnframt, en e.t.v. fyrir áhrif frá Sturlungu.32 Þessi staður í
landi Víðimýrar var hentugri en hinn fyrir þá sem komu til funda
að vestan um Vatnsskarð. Það dregur þó úr líkum þess að þetta sé
hinn forni Hestaþingshamar að hér féll Svartá alveg undir hamrin-
um á 19. öld og enn er þar votlent.33
Hestavígshamar, ekki langt neðan bæjar á Flugumýri, telst 5–8 m
hár og sýnist staðkunnugum að vel hafi verið fallið að áhorfendur
stæðu uppi á hamrinum og fylgdust þaðan með hestaati.34
helgi þorláksson62
30 Sturlunga saga I, bls. 477, 506 og 509; II, bls. 69.
31 Sama heimild, bls. 574 (textaskýringar). Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 58 og 105.
32 Þetta er klettur sem sést vel til hægri þegar farið er í austur yfir brúna á
Húseyjarkvísl, fyrir neðan Varmahlíð.
33 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 392 (uppdráttur). Áin féll í sveig við hamarinn
og er hugsanlegt að hestaat hafi farið fram á nesinu sem hún myndaði og
áhorfendur staðið uppi á hamrinum. Hvar mannfundir kynnu að hafa verið
haldnir er verra að segja um. ef Svartá (Húseyjarkvísl) og Jökulsá féllu hér
sameinaðar, eins og helst er ætlandi, er þetta kannski miður sennilegt.
34 Byggðasaga Skagafjarðar IV. Akrahreppur. Ritstj. Hjalti Pálsson (Sauðárkrókur:
Sögufélag Skagfirðinga 2007), bls. 161 (mynd). Brúargerðarmenn sprengdu
hluta af Hestavígshamri í landi Flugumýrar til efnistöku fyrir brúargerð 1927.
Sigríður Sigurðardóttir ólst upp við það að Hestavígshamar í landi Flugu -
mýrar nefndist Hestaþingshamar. Hann nefnist Hestavígshamar í Sýslu- og
sókna lýsingum, bls. 105.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 62