Saga - 2010, Síða 64
vægi en valdmiðstöðvar komið í staðinn og skipt höfuðmáli fyrir
héraðsstjórn; Oddi, Reykholt og Grund í eyjafirði teljast skýr dæmi
um slíkar valdamiðstöðvar. Hefur því verið haldið fram að valda-
samþjöppun í Skagafirði hafi farið fram með sérstökum hætti,
Ásbirningar ekki haldið eina valdamiðstöð heldur farið á milli býla
sinna. eru þá einkum nefnd Ás, Reynistaður, Víðimýri og Flugu -
mýri. Því er líka haldið fram að Ásbirningar hafi ráðið fyrir býlun-
um Þverá og Miklabæ í Blönduhlíð.38
Höfundur þessarar ritsmíðar miðaði lengi við ályktanir Jóns
Jóhannessonar um valdasamþjöppun í Skagafirði og datt helst í hug
að Ásbirningar hefðu kosið að fara á milli búa sinna til að njóta
afraksturs þeirra, líkt og konungar gerðu erlendis á sinni tíð. Síðan
hefur hann efast um að tímasetning Jóns um valdasamþjöppun í
Skagafirði stæðist en hefur engu að síður litið á skort valdamið-
stöðvar sem „vandamál“ og reynt að skýra það.39 Fleiri hafa vikið
að hinu sama sem „vandamáli“ eða vísbendingu um að valdamið-
stöðvar hafi ekki skipt eins miklu máli fyrir valdasamþjöppun og af
er látið.40
Hinir valdamiklu Ásbirningar (sjá ættartöflu) héldu Víðimýri,
Flugumýri og Ás í Hegranesi og er þá átt við ættlegg Tuma kol -
beinssonar (d. 1184). Í Ási hefur verið mikilvægt býli fyrir goða
þegar þing var haldið reglulega í Hegranesi. Um 1840 var ferja hjá
Ási í Hegranesi og var kannski gamall arfur. Á Víðimýri nutu
Ásbirningar þess hins vegar að geta fylgst með ferðum manna sem
fóru um Vatnsskarð.41 Þá gagnaðist þeim að halda Flugumýri; þar
sat a.m.k. kolbeinn ungi ekki síðar en 1233. Hafi Ásbirningar haldið
þessar þrjár jarðir samtímis, Ás, Víðimýri og Flugumýri, ráðið fyrir
þeim eða haft þar sterk ítök, voru þeir vel settir. Björn Gunn laugs -
son sýnir á korti sínu frá um 1840 fyrrgreinda leið hjá Húsey (ekki
helgi þorláksson64
38 Sama heimild, bls. 112.
39 Helgi Þorláksson, „Höfðingjasetur, miðstöðvar og valdamiðstöðvar. Inngangur
að málstofunni Valdamiðstöðvar á miðöldum“, Þriðja íslenska söguþingið 18.–21.
maí 2006. Ráðstefnurit. Ritstj. Benedikt eyþórsson og Hrafnkell Lárusson
(Reykja vík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag og Sagnfræðinga -
félag Íslands 2007), bls. 190–92.
40 Gunnar karlsson, „Valdasamþjöppun þjóðveldisaldar í túlkun fræðimanna“,
Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006. Ráðstefnurit, bls. 212. Gunnar bendir
á að kolbeinn ungi hafi búið á þremur bæjum, Ási, Víðimýri og Flugumýri.
41 Ferðir um Vatnsskarð voru ekki síst mikilvægar þegar Ásbirningar sóttust eftir
völdum í Húnaþingi.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 64