Saga - 2010, Qupperneq 66
í Skagafirði“. Jón Viðar Sigurðsson telur að þeir hafi stjórnað í
Skaga firði við lok 11. aldar.43 Lúðvík Ingvarsson hefur gjörólíkar
skoðanir, telur að þetta hafi gerst miklu síðar.44 Þeir Orri Vésteins -
son og Gunnar karlsson standa honum nær í skoðunum. Orri skrif-
ar um Ásbirninga, „… there is little reason to assign pre-eminence
to them until the close of the twelfth century“.45
Lúðvík finnst tortryggilegur vitnisburður kristni sögu þar sem
segir að synir Ásbjarnar Arnórssonar, forföður Ásbirninga, hafi
verið mestir höfðingjar í Skagafirði 1118.46 Hann getur ekki séð að
þeir hafi átt goðorð á þessum tíma. Böðvar Ásbjarnarson virðist
helst hafa verið fyrir þeim en kom ekki fram sem goði um 1120 held-
ur sem mestur áhrifamaður í liði Þórólfs Sigmundssonar goðorðs -
manns.47 Sonur Þórólfs, Sigmundur, var tengdasonur Hafliða Más -
sonar og hefur væntanlega tekið við goðorði af föður sínum.
einhvern tíma náðu Ásbirningar þessu goðorði en hvenær það
var er erfitt að vita. Lúðvík giskar á að kolbeinn kaldaljós Arnórs -
son, öðru nafni Staðar-kolbeinn, hafi átt þetta goðorð og eru rökin
þau að sonur hans, Brandur, átti „allan þorra goðorða“ í Skagafirði
1245 og muni þetta hafa verið eitt þeirra. kolbeinn kaldaljós hefur
erft goðorðið þegar faðir hans lést 1180 en var þá líklega aðeins
þriggja ára. Þá bjó á Stað, eða Reynistað, Þorgeir sonur Brands Hóla -
biskups og var hugsanlega goðorðsmaður. Hann var móðurbróðir
kolbeins kaldaljóss og varðveitti líklega ætlað goðorð hans þegar
hann var á æskuskeiði. Sjálfur lést Þorgeir 1186 og bar þá arf undir
systur hans, móður kolbeins. Lúðvík telur líklegt að Brandur Hóla -
biskup hafi ráðstafað báðum goðorðum, sonar síns og hinu sem átti
kolbeinn kaldaljós, dóttursonur hans. Þegar svo kolbeinn hafi náð
aldri og þroska hafi hann afhent honum goðorðin og fengið honum
Reynistað til búsetu, og því var hann líka nefndur Staðar-kolbeinn.
Þetta hefur væntanlega gerst rétt fyrir aldamótin 1200. Lúðvík get-
helgi þorláksson66
43 Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and Power, bls. 67.
44 Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn III (egilsstöðum 1987), bls. 345–443.
45 Gunnar karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga
(Reykjavík: Heimskringla 2004), bls. 292–296. — Orri Vésteinsson, The
Christianization of Iceland. Priests, Power and Social Change 1000–1300 (Oxford:
Oxford University Press 2000), bls. 160.
46 kristni saga. Biskupa sögur I. Útg. Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson
og Peter Foote. Íslenzk fornrit XV (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 2003),
bls. 44.
47 Sturlunga saga I, bls. 35.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 66