Saga - 2010, Page 67
ur þess til að Þorgeir hafi átt ¾ úr goðorði og kolbeinn þar með 1¾
goðorða, og mátti segja að hann ætti þá allan þorra goðorða í Skaga -
firði, miðað við að alls hafi verið þrjú. er það enn tilgáta Lúðvíks að
Grímur Snorrason á Hofi hafi átt fjórðung úr goðorði á móti Þor -
geiri. Það gerir skiljanlegt að Brandur hafi síðar átt allan þorra goð -
orða, eða m.ö.o. ríflega helming þeirra.
Svo verður að kynna til leiks annan Ásbirning, Tuma kolbeins -
son. Hann bjó í Ási í Hegranesi og var föðurbróðir kolbeins kalda-
ljóss en var óskilgetinn. Tumi dó árið 1184 og segir að hann væri
„mikill höfðingi“.48 Það hefur hann varla verið nema vera goðorðs -
maður en þá vandast málið, því ekki er ljóst með hvaða goðorð
hann hefur farið. Allar líkur benda til að fyrrgreindur Brandur prest-
ur Úlfhéðinsson hafi verið goðorðsmaður, en hann dó 1158 og er
ekki vitað hver tók við af honum. Lúðvík getur þess til að Tumi hafi
eignast goðorð Brands.
Þegar Tumi dó, 1184, erfði sonur hans ætlað goðorð. Þetta var
kolbeinn, kunnur á okkar tíð sem sálmaskáld, og var líklega aðeins 12
eða 13 ára þegar faðir hans lést. Hann virðist þó strax 1184 til 1185 hafa
orðið afskiptasamur um héraðsmálefni en líklega hafa aðrir stjórnað í
nafni hans.49 kolbeinn brá til utanferðar og mun hafa verið erlendis
1186 til 1188. Hann sat á Víðimýri ekki síðar en 1191 og má telja að þá
hafi hann að fullu farið að hafa pólitísk afskipti. Þegar Grímur á Hofi
lést 1196 hefur kolbeinn trúlega náð goðorðs hluta hans, að mati
Lúðvíks Ingvarssonar, og þá haft 1¼ goðorða í Skagafirði.
Brandur biskup á Hólum hefur þannig getað ráðið fyrir 1¾ hlut-
um goðorða í Skagafirði á síðasta áratug 12. aldar en hefur falið
öðrum meðferðina. Hann mun loks hafa fengið kolbeini kaldaljósi
þessi goðorð og lést svo sjálfur 1201. Þá segir að kolbeinn Tumason
hafi ráðið „einn öllu fyrir norðan land“. Skýringar hljóta að vera þær
í fyrsta lagi að kolbeinn kaldaljós á Stað var afar afskiptalaus um
héraðsstjórn og í öðru lagi að völd kolbeins Tumasonar hafi vaxið
gríðarlega á síðasta áratug 12. aldar. Hann mun hafa náð umtals-
verðum völdum í Húnaþingi og var í sterku bandalagi með Guð -
mundi dýra, höfðingja í eyjafirði. Vegna hins nána bandalags þeirra
mun kolbeinn hafa getað beitt áhrifum sínum í eyjafirði. Um tím-
ann skömmu síðar segir: „kolbeinn réð þá mestu fyrir norðan land
og hafði öll goðorð fyrir vestan Öxnadalsheiði til móts við eyvell -
milli skarðs og feykis 67
48 Sama heimild, bls. 229.
49 Sama heimild, bls. 161.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 67