Saga - 2010, Side 70
þar með landamæri eða staðarleg mörk.55 Þessi þróun hefur verið
kennd við encellulement á frönsku eða incastellamento á ítölsku.56
Síðarnefnda heitið er notað um kastala eða virki á hæð og er eink-
um þekkt sums staðar á Ítalíu og í Suður-Frakklandi. Hitt, encellule-
ment, er miklu algengara og er ekki bundið við hæð eða kastala
heldur höfðingja sem stýrir umhverfi frá höfuðbýli sínu; þetta býli
eða miðstöð gat jafnvel verið klaustur. Aðalatriðið var að höfðingj-
ar náðu föstum tökum á nærumhverfi sínu, tökin færðu þeim völd
yfir landi og fólki. Veraldlegir höfðingjar sem stóðu fyrir breyting-
um af þessu tagi urðu að vera tilbúnir að beita afli og til þess voru
Oddaverjar og Guðmundur dýri sjálfsagt búnir.57 Hugmyndin um
að einstakir höfðingjar hefðu dómsvald, settu niður deilur og leystu
bændaþing af hólmi hafði sigrað á meginlandinu um 1100 og ekki
að undra þótt hennar færi að gæta hérlendis. ekki skal fjallað um
það hvað einkum olli þessum breytingum heldur reynt að tengja
þær við friðarhugmyndina.
Georges Duby bendir á að kastalar í sunnanverðu Búrgundar -
landi voru reistir til viðhalds friði. kannski sáu margir þá þó frekar
sem kúgunartæki, en vissulega voru þeir byggðir til verndar íbú-
um í grennd. kastalahöfðingjar lögðu undir sig takmörkuð svæði í
nærumhverfi kastala, nefnd vicaria (á englandi hundred), þar sem
lágt settir forystumenn höfðu veitt dómsamkundum forstöðu og
tekið fyrir mál þeirra sem bjuggu við kröppust kjör en óvíst er að
framkvæmd dóma hafi alltaf lánast. Veraldlegir höfðingjar höfðu
sjálfsagt völd og tekjur einkum í huga þegar þeir tóku til sín þetta
dómsvald, og líka æðra dómsvald að hluta. Þeir urðu voldugastir
hver á sínu svæði, „sterkir menn“, deildu út réttlæti til hinna lakast
helgi þorláksson70
55 Chris Wickham, „Debate. The ‘feudal revolution’. IV“, Past and Present 155
(1997), einkum bls. 205–207. Um það hvernig þing og dómstólar voru afnum-
in sjá Georges Duby, „The evolution of Judicial Institutions“, The Chivalrous
Society (Berkeley, Los Angeles og London: Arnold 1980), bls. 17–21; Jean-Pierre
Poly & eric Bournazel, The Feudal Transformation, 900–1200 (New york og
London: Holmes & Meier 1991), bls. 18–20 og 36–9 og Thomas Bisson, „The
‘feudal revolution’“, Past and Present 142 (1944), bls. 10–12.
56 Robert Fossier, „Rural economy and country life“, The New Cambridge Medieval
History III. Ritstj. Timothy Reuter (Cambridge: Cambridge University Press
1999), bls. 41 og 44.
57 Helgi Þorláksson, Gamlar götur og goðavald. Um fornar leiðir og völd Oddaverja í
Rangárþingi. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 25. Ritstj. Jón Guðnason (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1989), bls. 22–24.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 70