Saga - 2010, Síða 73
Þessi frásögn er sannfærandi; fjölfarið mun hafa verið um Gríms -
tunguheiði, norður Vatnsdal eða áfram yfir í Svínadal, ekki fjarri
Hofi. Þá munu hestaskipti líklega hafa tíðkast eitthvað.63
Upprennandi höfðingjum kom vel á 12. og 13. öld að sitja í þjóð -
braut. Þeir fylgdust með ferðum manna, öfluðu upplýsinga og gátu
betur beitt áhrifavaldi sínu. ef goðar í valdasókn vildu að orð færi
af myndarlegum búskap þeirra, rausn og gestrisni, var auðsæilega
mikilvægt að vera í þjóðbraut, einkum á tímum þegar völd voru
algjörlega komin undir vinsældum og þingmannafylgi.
Á 12. öld fór að bera á því að höfðingjar hylltust til að sitja á
miðlægum býlum með stórum kirkjum. Rök eru til að halda að ekki
hafi verið fátítt að hlaða undir slík kirkjubýli, metnaðargjarnir ábú-
endur hafi reynt að fá kirkju sinni sem stærst tíundarumdæmi eða
sókn og fjölgað vígðum mönnum á staðnum, klerkum sem þjónuðu
á undirkirkjum (útkirkjum) þannig að höfuðkirkjan fékk stærra
miðstöðvarhlutverk en aðrar kirkjur (og sumar voru aðeins heima-
kapellur eða bænhús). ef goði reyndi að auka veg kirkju sinnar, þar
sem hann bjó, gera hana að mikilvægum kirkjustað, var markmiðið
sjálfsagt oftast að auka miðstöðvargildið og mynda valdamiðstöð.
Sumir brugðu á það ráð að gefa kirkjunni allt landið á stórbýlinu þar
sem þeir bjuggu og stofnuðu þannig stað.64 Goðar sem breyttu
þannig eru grunaðir um að hafa viljað efna til mikillar valdamið-
stöðvar en þó verður að ætla að tilgangur sumra hafi líka verið
trúarlegur.
Staðir munu hafa farið að koma fram að marki um 1120 og margir
hinna elstu og stærstu urðu valdamiðstöðvar, svo sem Oddi,
Breiðabólstaður, Hruni, Reykholt, Stafholt, Hítardalur, Staðarstaður,
Melstaður, Reynistaður og Grenjaðarstaður (áður Grenjaðarstaðir).
milli skarðs og feykis 73
63 Jón Árni Friðjónsson, „Af beislabátum og unnarjóum. Járningar hesta og sam-
göngubylting á miðöldum“, Saga XLIII:1 (2005), bls. 53–54.
64 Um staði í kirkjuréttarlegri merkingu hefur mest fjallað Magnús Stefánsson,
sbr. Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og beneficialrettslige forhold
i middelalderen. I. (Historisk institutt, Universitetet i Bergen, 4. Bergen 2000).
einkenni kirkna á stöðum var að þær áttu allt heimaland með gögnum og
gæðum. Hinir stærstu og mikilvægustu staðir virðast flestir hafa verið stofn -
aðir um 1100 og á fyrri hluta 12. aldar. Sumir staðir frá 12. öld urðu aldrei
auðugir eða mjög mikilvægir, t.d. Húsafell og Hítarnes. Smáum stöðum virðist
hafa fjölgað á síðmiðöldum, sbr. t.d. kálfholt í Holtum, Steinsholt í Gnúp -
verjahreppi og Hjalla í Ölfusi.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 73