Saga - 2010, Side 74
en til voru mikilvægar kirkjur á hátt metnum jörðum þar sem voru
líka höfðingjasetur og var þó ekki endilega breytt í staði, voru í eigu
bænda og nefndust því bændakirkjur. Býli af þessu tagi komu samt
sum allmikið við sögu í pólitískri baráttu á 12. og 13. öld, svo sem
Garðar á Akranesi, Bær í Bæjarsveit, Skarð á Skarðsströnd og
Grund, Hrafnagil og Möðruvellir í eyjafirði. Um þessar mikilvægu
bændakirkjur og hina stærstu og mikilvægustu staði má nota hug-
takið kirkjumiðstöð. Hinar stærstu þeirra höfðu stærri sóknir en
almennast var og fleiri undirliggjandi kirkjur og fleiri klerka. Hefur
verið miðað við þrjá klerka a.m.k. til að kirkja fullnægði þeirri kröfu
að teljast kirkjumiðstöð.65
Víðimýrarkirkja var ekki auðug um 1318, átti jörðina Hól sem
var rýrðarkot um 1700.66 Um 1318 var kirkjan allvel búin en hvernig
háttað var gripaeign hennar um 1200, í tíð sálmaskáldsins kolbeins
Tumasonar, er óþekkt. Samkvæmt máldaganum frá um 1318 skyldu
aðeins vera tveir klerkar á kirkjunni, prestur og djákni; það full-
nægir ekki kröfunni um að kirkja skuli m.a. hafa þrjá klerka til að
flokkast sem kirkjumiðstöð. eitt sem bendir þó til að kirkjunni á
Víðimýri hafi verið ætlað mikið hlutverk er það að frá henni skyldi
þjónað ekki færri en sex bænhúsum um 1318. Í því sambandi má
óhikað tala um kirkjumiðstöð. Þó verður að benda á að heimild frá
um 1318 er varasöm um stöðu mála um 1200. en kolbeinn Tumason
var greinilega metnaðarmaður um kirkju sína sem annað og réð
frægðarprestinn Guðmund Arason til þjónustu. Hann hafði með sér
klerka og var liði hans fengið bú á Brekku, næsta bæ við Víðimýri.67
helgi þorláksson74
65 Um kirkjumiðstöðvar sjá ritið Church Centres. Church Centres in Iceland from the
11th to the 13th Century and their Parallels in Other Countries. Ritstj. Helgi
Þorláksson (Reykholt: Snorrastofa 2005). Sjá sérstaklega í þessu riti, Benedikt
eyþórsson, „Reykholt and Church Centres“, bls.105–116, einkum bls. 116;
miðar við 16 bæi í sókn eða fleiri, þrjá klerka eða fleiri og þrjár eða fleiri undir -
liggjandi kirkjur. Aðrar viðmiðanir, sjá Hjalti Hugason, „Fem teser om utveck-
lingen av socknar i Island“, Church Centres, bls. 93–94. Jón Viðar Sigurðsson
notar heitið stórkirkja um kirkjumiðstöðvar og miðar einungis við að þar hafi
verið þrír klerkar hið fæsta, sbr. Jón Viðar Sigurðsson, „Islandske storkirker før
1300“, Church Centres, bls. 157–166. Og eftir sama höfund, „Stórkirkjur, sagna-
ritun og valdamiðstöðvar 1100–1400“, Þriðja íslenska söguþingið, bls. 225–233.
66 DI II, bls. 466 (land á Hóli); Árni Magnússon, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín IX (kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag og Reykjavík: Sögufélag),
bls. 87 (kirkjuhóll).
67 Sturlunga saga I, bls. 142–3, 146 og 233. — Byskupa sögur II. Útg. Guðni Jónsson
(Reykja vík: Íslendingasagnaútgáfan og Haukadalsútgáfan 1953), bls. 236–8 og 241.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 74