Saga - 2010, Page 75
Hér var því í mikið ráðist og kolbeinn vildi veg kirkju sinnar mik-
inn. Óhætt mun a.m.k. að tala um vísi að kirkjumiðstöð á Víðimýri
um 1200.
Spyrja má af hverju kolbeinn Tumason reisti ekki stað á Víði -
mýri. Svarið er ókunnugt en þess er einkum að gæta að hann mun
vart hafa sest að á Víðimýri fyrr en um 1190 og þá voru svonefnd
staðamál hafin. engum höfðingja mun hafa þótt ráðlegt lengur að
gefa svo miklar eignir til kirkna að þar gætu risið staðir því að óvíst
var með öllu hver hefði forráð þess fjár í tímans rás, jafnvel líklegast
að biskupar legðu allt undir sína stjórn.
Hugtakið kirkjumiðstöð kom fram í svonefndu Reykholtsverkefni.
eitt af viðfangsefnum innan þess verkefnis er að draga fram og
skýra af hverju og hvernig Reykholt varð valdamiðstöð. Áleitin
spurning í tengslum við verkefnið hefur verið sú af hverju Snorri
Sturluson gerði Reykholt að valdamiðstöð sinni en ekki Stafholt,
sem hann náði líka á vald sitt. Þar var auðugri staður og lá við
kross götur, nærri þingstað, verslunarstað og hafskipahöfn. Í því
sambandi vakna spurningar eins og sú hvort laugin í Reykholti hafi
getað skipt svona miklu máli með aðdráttarafli sínu, ekki einungis
fyrir Snorra heldur hafi mikilvægi hennar tengst því að hún dró að
fólk og jók miðstöðvargildi staðarins. Þetta skal haft til samanburðar
þegar hugað verður frekar að þróun mála í Skagafirði.68
milli skarðs og feykis 75
68 Innan Reykholtsverkefnis hefur verið leitast við að bera saman valdamið-
stöðvar á Íslandi og í Noregi, einkum í Þrændalögum og Norður-Noregi.
Norskir sagnfræðingar leitast mjög við að fjalla um höfðingjasetur þar sem
innheimta mátti tekjur, t.d. af verslun, eða nýta náttúruauðlindir. Sjá m.a. Bjørn
Myhre, „Landbruk, landskap og samfunn 4000 f. kr. – 800 e. kr.“, Norges land-
brukshistorie I. 4000 f. Kr. – 1350 e. Kr. Jorda blir levevei. Ritstj. Bjørn Myhre og
Ingvild Øye (Oslo: Det Norske Samlaget 2002), bls. 201–13; Merete Røskaft,
Maktens landskap. Sentralgårder i Tröndelag ved overgangen fra vikingtid til kristen
middelalder, ca 800–1200. No. 39. Skriftserie fra Historisk institutt. Akademisk
avhandling (Trondheim: NTNU 2003); Birgitta Berglund, „endring i sentr-
umsstrukturen på Helgeland i tidlig middelalder“, Middelalderforskningens
mangfold. Seminar ved Senter for middelalderstudier. Senter for middelalderstu-
dier. Skrifter nr. 6. Ritstj. Audun Dybdahl ([Trondheim] 1997), bls. 9–35; Lars
Ivar Hansen, „Politiske og religiøse sentra i Nord-Norge. Sentrumsfunksjoner
i en flerkulturell kontekst“, Religion och samhälle i det förkristna Norden. Et sym-
posium. Ritstj. Ulf Drobin (Odense: Odense universitets forlag 1999), bls.
71–108.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 75