Saga - 2010, Page 76
Sókn að miðju
eftir því sem best er vitað átti Tumi kolbeinsson aðeins heima í Ási
í Hegranesi. Synir hans, kolbeinn og síðar Arnór, voru á Víðimýri
og kolbeinn ungi líka þar og loks á Flugumýri.69 er litið svo á að Ás
hafi verið eign Ásbirninga, eins konar ættaróðal. 70 Má álykta að þar
hafi þeir einungis haldið bú eftir fráfall Tuma 1184 en átt heima ann-
ars staðar. er sýnt að Ásbirningar fluttu sig um set og sóttust eftir að
vera miðsvæðis. eftir að kolbeinn Tumason settist að á Víðimýri
mun hann vart hafa átt heima í Ási, a.m.k. er hans ekki getið þar.
Hann mun hins vegar hafa átt Ás og haft bú þar.
Ás var hið næsta þingstaðnum í Hegranesi og munu siglingar á
bátum hafa ráðið mestu um val þingstaðarins og eins vera meg-
inskýring á því að Ásbirningum þótti bústaðurinn heppilegur, lengi
vel. Þungamiðja valda þeirra hefur líklega verið í Viðvíkursveit, um
Hegranes og Borgarsveit þótt þeir hafi sjálfsagt átt einstaka þing-
menn hér og þar um héraðið. Í tíð Tuma munu völd Ásbirninga hafa
vaxið mjög og svo enn í tíð kolbeins, sonar hans; fjöldi fylgismanna
hefur aukist í héraðinu. Í ljósi þessa var eðlilegt að kolbeinn flytti
bústað sinn að Víðimýri. Mjög dró úr mikilvægi þess að hafa þing -
staði við sjóinn enda urðu leiðir um landið æ greiðfærari, kjarr
eyddist, götur mynduðust, brýr voru gerðar í votlendi og sæluhús
reist og loks var skeifan tekin í notkun á 11. öld.71
Á þjóðveldistíma var fólki tamt að hittast og efna til hestaþinga
og alls kyns leika. Slík mót var hentugt að halda miðsvæðis, eins og
örnefni í Skagafirði benda til. Hestavígshamrar eru nærri Víðimýri
og Flugumýri og annar þeirra var vafalítið hinn kunni Hestaþings -
hamar á 13. öld. Árið 1235 var Þórður kakali fyrir héraði í fjarveru
kolbeins unga og sat á Flugumýri en var einhverju sinni kominn til
helgi þorláksson76
69 Sturlunga saga I, bls. 124, 272, 311, 332–333, 367, 434.
70 Magnús Jónsson, Ásbirningar. Skagfirsk fræði I (1939), bls. 72, sbr. bls. 56–59.
71 Björn Sigfússon fjallar um það að dró úr mikilvægi bátsferða fyrir þinghald,
sbr. „Full goðorð og forn og heimildir frá 12. öld“, Saga III (1960–63), einkum
bls. 61–62. Um mikilvægi hestajárna og skeifu sjá Jón Árni Friðjónsson, „Af
beislabátum og unnarjóum“, bls. 43–80. Skeifan fór að tíðkast á 11. öld en þótti
líklega lengi dýr og olli ekki umbyltingu þannig að notkun flutningabáta og
farmskipa með ströndum legðist snögglega af. Slík bylting varð líklega fyrst á
15. öld, að mati Jóns Árna. Um mikilvægi hestajárna til langferðar úr Skaga -
firði árið 1253 sjá Sturlunga saga I, bls. 484; mikilvægi innan héraðs hefur verið
mun minna.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 76