Saga - 2010, Page 77
leiks á Víðimýri og voru þar menn margir saman.72 Leikar alls kyns,
sem fólki var stefnt til víðs vegar að, voru eitt af einkennum
þjóðveldistímans.73
Auknar samgöngur til lands og fjölgun mannfunda miðsvæðis
virðist hafa bitnað á vorþingi á Hegranesi. Getið er dómþings á
Hegranesi vorið 1207 og mun þá vorþing þar hafa verið haldið
óreglu lega og er ekki getið eftir það. Hér framar var nefnt að Guð -
mundur dýri lét nokkru fyrr afnema sóknarþing á vorþingstaðnum
á Vöðlum í eyjafirði og sat sjálfur löngum á Gásum og gerði út um
mál manna þar.74 kolbeinn Tumason mun hafa orðið svo voldugur
að hann gat leikið svipaðan leik í Skagafirði. Um þinghald hjá Valla -
laug og Hestaþingshamri er þess annars að gæta að leiðir og kring-
umstæður munu hafa valdið að mönnum þótti heppilegra að hittast
þar til skrafs og ráðagerða en í Hegranesi.
Á samgöngumöndli milli Vatnsskarðs og Glóðafeykis, annars
vegar um Víðimýri, Vallalaug, Velli og að Flugumýri og hins vegar
um Víðimýri, Löngumýri, Velli og að Flugumýri, var að myndast ný
miðja í Skagafirði, ef svo má segja; þingstaðurinn á Hegranesi varð
afskekktur og sennilega úreltur og Ás ekki lengur heppilegt höfð -
ingjasetur. Vallalaug og Hestaþingshamar fengu líklega æ meiri
hlut verk sem samkomustaðir. kannski má tala um möndulveldi
kol beins unga og bandamanna milli Skarðs og Feykis.
Til marks um það að Víðimýri muni hafa verið ætlað hlutverk
valdamiðstöðvar er það að Snorri Sturluson gætti héraðs í fjarveru
Arnórs Tumasonar, víst 1213–1214, og lét þá reisa kastala á Víði -
mýri.75 Arnór Tumason fór enn úr landi 1221 og setti þá Þórarin
Jónsson til forráða í Skagafirði. Um það segir m.a.: „Hann var sett-
ur niður á Víðimýri og skyldi gæta héraðs fyrir mönnum Guð -
mundar biskups, ef þeir kæmi til“.76
Mjög svipuð þróun varð í Skagafirði, eyjafirði og Borgarfirði að
því leyti að höfðingjar fluttu setur sín frá fjarðarbotnum og árósum
milli skarðs og feykis 77
72 Sturlunga saga I, bls. 386, 389.
73 Í Vatnsdælu er talað um leikmót og hestaþing, lögmót og leiðir, sjá Vatnsdæla
saga, bls. 71 og Helgi Þorláksson, „Þjóðleið hjá Brekku og Bakka. Um leiðir og
völd í Öxnadal við lok þjóðveldis“, Samtíðarsögur I. Forprent. Níunda alþjóðlega
fornsagnaþingið (Akureyri 1994), bls. 344–346 (t.d. dans-, hring-, knatt- og
skinnleikur, hestaat og glíma).
74 Helgi Þorláksson, „Þjóðleið hjá Brekku og Bakka“, bls. 336–337.
75 Sturlunga saga I, bls. 333.
76 Sama heimild, bls. 286.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 77