Saga - 2010, Page 78
lengra inn í land. Þingstaður í eyjafirði var við sjó, á Vöðlum, og
þangað var fært á bátum. kaupstaður var á Gásum og þangað flutt-
ist þungamiðja höfðingjastjórnar þegar Guðmundur dýri sat þar
löngum en afnam sóknarþingið á Vöðlum. Hann hefur talið heppi-
legt fyrir valdabaráttu sína að dveljast langdvölum um kauptíð á
Gásum en þangað munu þá margir hafa sótt. Sjálfur bjó Guðmund ur
á Bakka í Öxnadal, nærri mótum leiða í Öxnadal og um Sjálgdals heiði
(Skjól dals heiði), sem voru honum vafalítið mikilvæg, en tilhneigingar
gætti meðal ráðamanna í eyjafirði um 1200 að sitja á Möðru völlum í
Hörgárdal, eða þar í grennd, og þar með nærri Gásum.77 Þegar Guð -
mundur hafði yfirbugað andstæðinga sína gekk hann í klaustur en
hægri hönd hans, kálfur Guttormsson, settist að á Grund. Sig hvatur
Sturluson var hinn eiginlegi arftaki Guð mundar dýra, hélt valdasókn
áfram og náði loks öllum völdum í héraðinu gjörvöllu. Hann kom sér
fyrir í miðju þess, á Grund, sem varð valdamiðstöð. Grund lá vel við
samgöngum, t.d. í vestur um Skjálg dals heiði.78
Snorri Sturluson náði staðnum í Stafholti sem virtist sjálfkjörin
valdamiðstöð í Borgarfirði, eins og getið var. Hjá Stafholti var þing -
staðurinn í Þverá en hann missti mikilvægi, eins og aðrir vorþing -
staðir, þegar valdahlutföll breyttust og einn goði réð í héraði.
Þróunin var að þessu leyti svipuð því sem varð í eyjafirði og
Skagafirði. Hjá Stafholti var líka verslunarstaðurinn í Hvítá, með
kaupskipahöfn, og skammt frá var höfðingjasetrið Bær með laug,
enn fremur sælubú á Ferjubakka, með ferju, og fleira mætti nefna
sem tengja má miðstöðvarstarfsemi.79 en Snorri kaus frekar að gera
Reykholt að valdamiðstöð sinni, lengra inni í landi. Reykholt lá vel
við samgöngum og, að því er virðist, mun betur en Stafholt í rísandi
og víðlendu veldi Snorra.80
helgi þorláksson78
77 Önundur Þorkelsson á Laugalandi og í Lönguhlíð, á Möðruvöllum Þorvarður
Þorgeirsson, Þorgrímur alikarl og Sigurður Ormsson en kálfur Guttormsson í
Auðbrekku.
78 Helgi Þorláksson, „Þjóðleið hjá Brekku og Bakka“, bls. 335–349.
79 Helgi Þorláksson, „Miðstöðvar stærstu byggða. Um forstig þéttbýlismyndun-
ar við Hvítá á hámiðöldum með samanburði við eyrar, Gásar og erlendar
hliðstæður“, Saga XVII (1979), bls. 125–164.
80 Snorri sat fyrst á Borg, sem var ekki vel til þess fallin að verða valdamiðstöð
enda samgöngur um Mýrar afar erfiðar að sumarlagi. Leið að vestan að Staf -
holti lá um greiðfærari slóðir, „bak múlum“ og niður með Gljúfurá. Sjá Tryggvi
Már Ingvarsson, „Reykholt í Borgarfirði. Þjóðleiðir um Vesturland á Sturlunga -
öld“, Sagnir 21 (2000), bls. 28–33.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 78