Saga - 2010, Page 79
Þannig varð breytingin eins á þessum stöðum: valdamiðjan
færðist frá sjó og árósum inn í miðju héraðs. Meginskýringin á þessu
var sjálfsagt valdaþróunin; í stað þriggja eða fleiri goða, sem fóru
með völd á svæðinu og réðu ráðum á vorþingum, kom einn „sterk-
ur“ höfðingi sem kaus að sitja í miðju héraðs, þar sem leiðir voru
greiðar, og efndi þar til valdamiðstöðvar. Hann varð nógu voldug-
ur til að afnema sóknar þing á vorþingi eða halda það óreglulega, í
samræmi við þarfir sínar.
Þótt Ásbirningar hafi átt bú í Ási eftir um 1190 og a.m.k. fram
um 1230, og sjálfsagt lengur, mun eiga að líta svo á að Víðimýri hafi
verið valdamiðstöð kolbeins Tumasonar á bilinu 1190 til um 1230.
Fyrirliðar Ásbirninga munu þá lítt eða ekki hafa verið í Ási, þótt
þeir ættu þar bú, þannig að býlið var jafnvel ekki lengur höfðingja-
setur. Víðimýri tók við.
Svipaðrar þróunar gætti í Dölum þar sem Sauðafell óx að
mikilvægi við valdasamþjöppun, nokkuð á kostnað stórbýla við
sjóinn, höfðingjasetranna Skarðs og einkum Staðarhóls og Reyk -
hóla. Frá Skarði og Dögurðarnesi var skammt að fara sjóleiðis til
vorþings í Þórsnesi. Sauðafell lá hins vegar afar vel við samgöng-
um á landi.81
Setur Haukdæla var í Haukadal, alllangt inni í landi, en foringi
þeirra kom sér fyrir í Hruna í Árnesþingi við lok 12. aldar.82 Hruni
samsvarar Víðimýri, Flugumýri, Grund, Reykholti og Sauðafelli, er
í miðju héraðs og liggur vel við samgöngum á landi.
Hér mætti kannski líka nefna Valþjófsstaði eystra sem lágu
mið svæðis og munu hafa vaxið að mikilvægi sem valdamiðstöð
um 1200, á sama tíma og dró t.d. úr mikilvægi Hofs í Vopnafirði.
Þá viðleitni að vilja vera í miðju héraðs og halda um alla þræði
verður að skoða í ljósi valdabaráttu. Þótt fyrrgreindir höfðingjar
hafi orðið valdamiklir og auðsæilega valdamestir, hver í sínu
héraði, hélt valdabaráttan áfram; mönnum var því nauðsyn að
vera á varðbergi, sitja miðsvæðis og fylgjast vel með öllum hrær-
ingum.
milli skarðs og feykis 79
81 Um það hvernig Sauðafell dafnar sem samgöngumiðstöð og valdamiðstöð sjá
Sverrir Jakobsson, „Valdamiðstöðvar við Breiðafjörð á fyrstu öldum byggðar“,
Þriðja íslenska söguþingið, bls. 245–253, einkum bls. 248–249 og 252.
82 Helgi Þorláksson, „Hruni“, Árnesingur V (1998), bls. 9–72.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 79