Saga - 2010, Síða 80
Vellir og Vallalaug
Bærinn Vellir í Hólmi vekur til umhugsunar vegna þess að þetta var
allmikil jörð og mjög miðsvæðis, nærri mikilvægu vaði, hjá kross-
götum og ekki fjarri mikilvægri laug og samkomustað. Hugmyndir
vakna um að þarna hefði verið kjörið fyrir höfðingja að koma sér
fyrir.
Vellir virðast ekki koma við sögu í ritheimildum frá þjóðveldis-
tíma; þó er þungvæg vísbending um mikilvægi bæjarins þar sem
segir frá því að haldinn var fundur, hinn 1. september 1201, til að
fjalla um hver skyldi verða biskup á Hólum að Brandi Sæmunds -
syni látnum. kolbeinn Tumason beitti sér fyrir fundinum og segir að
hann væri haldinn á Völlum, án þess að nánar sé kveðið á um
þetta.83 Á fundinum var Guðmundur Arason valinn biskupsefni.
Tæplega er átt við Velli í Svarfaðardal enda kom Gissur Hallsson til
fundarins að sunnan og hefur varla verið ætlað að ríða lengra en í
Skagafjörð, og þar hefur kolbeini þótt hentast að halda fundinn.84
Giskað hefur verið á að átt sé við Víðivelli.85 ekki er vitað til að þeir
hafi nefnst Vellir enda hætt við að þeim hefði þá verið ruglað sam-
an við Velli í Hólmi. er því líklegast að þarna ræði um Velli í Hólmi.
Freistandi er að setja fundinn árið 1201 í tengsl við Vallalaug og
fundastaðinn við hana. Jafnframt er hér fengin vísbending um að
Ásbirningar hafi átt ítök á Völlum.
Í umfjöllun um Vallalaug í Vallhólmi er eðlilegt að hafa hliðsjón
af frægum laugum sem tengjast höfðingjasetrum, mikilvægum
kirkj um og valdamiðstöðvum, ekki aðeins í Reykholti heldur líka í
Bæ í Bæjarsveit, þar sem var kirkjumiðstöð, í Sælingsdal, á Hrafna -
gili, þar sem var kirkjumiðstöð, og í Hruna, þar sem var staður.
Helst kæmi til greina að býlinu Völlum í Hólmi hafi verið ætlað að
verða kirkjumiðstöð enda var á bænum prestskyld kirkja í þjóðbraut
og Vallalaug ekki langt undan.
Laugar hjá Reykholti, Bæ í Bæjarsveit, í Sælingsdal, við Hrafnagil
og hjá Hruna kunna að hafa haft nokkur áhrif á það að höfðingjar
kusu sér bústaði á þessum stöðum eða í grennd þeirra á 12. og 13.
helgi þorláksson80
83 Sturlunga saga I, bls. 152, sbr. bls. 238.
84 Lúðvík Ingvarsson bendir á þetta og líka að á fundinum voru Húnvetningar,
Skagfirðingar og eyfirðingar og það hefði lengt ferðalög þessara manna óþarf-
lega að halda fundinn í Svarfaðardal. Goðorð og goðorðsmenn III, bls. 424.
85 Sturlunga saga I, bls. 550. Lúðvík Ingvarsson tilv. st.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 80