Saga - 2010, Qupperneq 81
öld.86 Þessar laugar voru allar nærri þjóðleiðum. Pólitískt vægi
lauga hefur einkum verið skoðað í tengslum við mikilvægar kirkjur
á 12. öld; þær þurftu þá að vera í þjóðleið og hugmyndin sú að
aukið hafi aðsókn að þeim að við þjóðleiðina og nærri kirkjunni
væri fjölsótt laug. Í togstreitu um tíundir og tolla og viðleitni til að
koma upp sem stærstu tíundarumdæmi gat þetta skipt máli, aukið
miðlægni og lagt grunn að valdamiðstöð.
Bærinn Vellir kæmi helst til greina sem kirkjumiðstöð, nálægt
lauginni, en hann stendur núna um 1500 metra frá henni. Á Völlum
var prestskyld kirkja fyrir um 1318, sjálfsagt ekki síðar en á 12. öld
en fyrir sunnan jörðina var eyðijörðin Fornuvellir, mun nær laug-
inni, og sumir geta þess til að kirkjan hafi staðið þar í öndverðu.87
Virðist nokkurt vandamál að laugin er ekki innan marka jarðar að
Völlum heldur ytra-Vallholts. en hún er reyndar alveg við mörkin
á móti Vallanesi, sem er næsti bær við Velli. Heitið Vallalaug bendir
skýrt til þess að laugin hafi upprunalega verið í landi sjálfra Valla.88
Og er sennilegt að jörðin Vellir hafi í öndverðu tekið yfir allan Vall -
hólminn, svæðið sem afmarkaðist síðar af býlunum krossanesi að
norðan og Syðra-Vallholti að sunnan; þau eru öll í Seyluhreppi.89
Ástæður eru til að halda að á Völlum í Hólmi hafi verið mikil-
vægt býli. Jörðin taldist 40 hundruð um 1700 en um miðbik 16. ald-
ar taldist hún 50 hundruð90 og var því við hæfi höfðingja á þjóð -
veldistíma, að svo miklu leyti sem snerti stærð eða jarðarmat.
Hugsanlegt er að Vallanes, sem nefndist Skinþúfa fram til um 1910,
hafi talist með en það var metið 20 hundruð. Skinþúfunafnið mun
milli skarðs og feykis 81
86 Um notkun laugar í Bæ í tíð Böðvars Þórðarsonar sjá t.d. Sturlunga sögu II,
bls.169. Sælingsdalslaug, að Laugum gegnt Tungu, er þekkt úr Sturlusögu (í
Sturlungu) og Laxdælu, og var mikið stunduð, en höfðingjar sátu í Tungu,
Snorri goði á að hafa verið þar og síðar var þar einar Þorgilsson um skeið og
þarna var fjölsóttur áningarstaður. Hrafnagilslaug er líka þekkt úr Sturlungu
og eins úr Víga-Glúms sögu. Laugarinnar er enn fremur getið í Ferðabók
eggerts og Bjarna og eins í Ferðabók Ólafs Olavius og var enn notuð á 18. öld.
87 Sögn sem tengist Maríu er sögð um Fornuvelli og hefur kveikt þá hugmynd að
kirkjan kunni að hafa verið þar (sbr. Rauðskinna I). Ljós Maríu taldist skína úr
þúfu og hlífa staðnum og hafi þá orðið til bæjarheitið Skinþúfa.
88 Býlin eru í Hólmi eða Vallhólmi, sem mun vera kenndur við býlið Velli af því að
þar var aðalbýlið í Hólminum. Sama máli hefur þá gegnt um Vallanes og
Vallholt, allt kennt við býlið Velli.
89 kross nefnist nærri Skiphól og mun Vallhólmur hafa legið milli krossa, í
krossanesi og að krossi.
90 DI XI (Reykjavík 1915–25), bls. 461, 861 og 874.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 81