Saga - 2010, Side 82
hafa þótt miður heppilegt enda breyttist það iðulega í Skinnþúfa og
jafnvel Skinnhúfa. Önnur röksemd en stærðin fyrir mikilvægi jarðar
og býlis er sú að presturinn á Völlum skyldi um 1318 bæði taka full
laun heima og önnur eins á Stóru-Ökrum, svo sem fram er komið.91
Þótt Vallabýlið kunni að hafa verið fyrrum á Fornuvöllum var
það minnst um kílómetra frá Vallalaug. Laugin í Reykholti var alveg
við bæinn og þjóðleið um Odda lá um hlaðið, og gæti það bent til
þess að höfðingjum hafi verið keppikefli að fá fólk heim í hlað.
Annars staðar var laugin nokkuð af bæ, t.d. um 800 metra frá Hruna,
um 1200 metra frá Sælingsdalstungu og á Hrafnagili var laugin
annaðhvort sunnan túns eða ‘noget nord for Ravnegil’, m.ö.o. ekki
heima á bæ.92 Í raun skipti varla máli hvort laugin var alveg heima
á bæ eða nokkuð frá honum ef metnaðarmaður á bænum naut þeirr-
ar umferðar, fyrir pólitísk markmið sín, sem fylgdi lauginni.
Vellir munu hafa talist mikilvægt kirkjubýli á 12. öld þegar skip-
an komst á það hvar prestar sátu. Á Völlum var vísir að kirkju -
miðstöð en óþekkt hvort þar sat höfðingi sem vildi koma upp valda-
miðstöð. Fundurinn 1201 er vísbending um að býlið kunni að hafa
þótt mikilvægt. Hins vegar var varla ástæða fyrir Ásbirninga að setj-
ast þar að — þeir gátu engu að síður haft taumhald á staðnum, eins
og nú skal sýnt.
Eftirlitsaðilar
Við höfum vísbendingar um eins konar eftirlit í þágu Ásbirninga.
Vermundur Tumason, frændi kolbeins unga, bjó á Ökrum árið 1238
og fór til laugar, væntanlega Vallalaugar, og með honum Ásgeir
auraprestur, fylgdarmaður hans.93 Hafi sá verið prestur í raun hef-
ur hann væntanlega haldið kirkju á Völlum og þjónað samtímis á
Ökrum. Þannig hafa Ásbirningar trúlega haft taumhald á Völlum,
eins og Ökrum, og Vermundur og heimamenn hans voru í stöðu til
að fylgjast með ferðum manna við Vallalaug. Hér væri þá vísbending
um mann sem hefði verið höfðingja Ásbirninga innanhandar um
eftirlit og afskipti.
Áður er þess getið að vað muni hafa verið á Jökulsá eystri við
Víðivelli. Þar átti heima Hjálmur af Víðivöllum, einn með helstu
helgi þorláksson82
91 DI II, bls. 466: „iiij [4] merkur af Ökrum“.
92 P.e. kristian kålund, Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island II
(kaupmannahöfn: Gyldendal 1879–82), bls. 112.
93 Sturlunga saga I, bls. 440–41.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 82