Saga - 2010, Síða 84
þessu háttalagi Snorra, „… hann vildi eigi sitja í Reykholti ef hann
ætti ófrið við Sunnlendinga“.96 Þetta ber víst að skilja þannig að
auðveldara hafi verið að verjast í Stafholti en í Reykholti. Virkis er
fyrst getið í Reykholti 1235 og er rætt um það 1241, eins og það sé
enn allnýtt, og er kallað „öruggt“.97
Aðalatriði hér er það að Snorri virðist hafa verið „varnarsinn -
aður“, því hann reisti kastala á Víðimýri, sat í Stafholti í varnarskyni
og gerði „öruggt“ virki um Reykholt. Þetta vekur til umhugsunar
um að kolbeinn ungi hafi haft varnir í huga þegar hann fluttist um
set frá Víðimýri til Flugumýrar. kastalinn á Víðimýri stóð enn
1229.98 Á Flugumýri lét kolbeinn hins vegar gera virki. Um menn
sem handtóku Heinrek Hólabiskup og færðu hann til Flugumýrar
1254 segir „Þeir Oddur færðu biskup upp í virki það er kolbeinn
ungi hafði gera látið. Voru þar enn hús nokkur“.99 Virkið virðist hafa
staðið hátt (samanber „upp“ í textanum). Hefur verið ályktað að það
hafi staðið á hæð fyrir ofan bæjarhúsin og nefnist hún Virkishóll.
Virkið hefur þó verið þannig gert að innan virkisveggjanna hafa
verið hús, líklega ætluð nokkrum fjölda til dvalar. Hugmyndin með
að hafa biskup í virkinu á Flugumýri var kannski sú að þar væri
gott að verjast þeim sem kynnu að vilja losa hann úr prísundinni en
þeir reyndust margir. Fór svo að héraðsmenn og Norðmenn, nærri
240 að sögn, söfnuðust saman. Ber frásögnum ekki saman um það
hvort þessi hópur fór í virkið og frelsaði biskup eða fjandmönnum
helgi þorláksson84
96 Sturlunga saga I, bls. 283.
97 Stundum hefur verið bent á það að auðvelt var að sigla á bátum frá Stafholti
niður eftir Norðurá og Hvítá og alla leið suður að Bessastöðum, ef Snorri vildi
flýja. Snorri var t.d. á búi sínu á Bessastöðum sumarið 1235, fór þaðan á skipi
upp í Stafholt og reið svo í Reykholt. Uppi á hamri fyrir ofan bæjarstæðið í
Svignaskarði er eins konar borg og er nefnd kastali. Segir frá því að 1256 hafi
Sturla Þórðarson flutt bú sitt í Svignaskarð „og færði bæinn upp á hamarinn“.
Þá stóð hann í mikilli baráttu um völd í Borgarfjarðarhéraði og mun hafa viljað
verjast sem best. Sérstaks virkis, vígis eða kastala er ekki getið í Stafholti en þar
er líka hamar eða borg og gat Snorri sjálfsagt gert einhverjar varnarráðstafanir
þar (Sturlunga saga I, bls. 314–315 og 387; II, bls. 207).
98 Sturlunga saga I, 333. Á Víðimýri taldi Daniel Bruun sig greina leifar kastalans
við lok 19. aldar, í túni austur frá kirkjugarði. Hann taldi þetta vera líkast fer-
skeyttri hústóft. Sjá Daniel Bruun, Fortidsminder og nutidshjem paa Island
(kaupmannahöfn: Gylden dal 1928), bls. 108. ekkert er að sjá í samtímanum,
allt verið sléttað, en menn kannast við sagnir um veggjabrot og hleðslur, sbr.
Byggðasaga Skaga fjarðar II, bls. 411–412.
99 Sturlunga saga I, bls. 508.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 84