Saga - 2010, Page 86
um á Víðimýri ekki komist hjá að sjá kastalann.104 Hugmyndin með
virki á Flugumýri var varla sú að þar væri betra að verjast en á
Víðimýri.
Áður var drepið á erlenda höfðingja veraldlega sem réðu einir á
tilteknu svæði. kastalar þeirra voru tákn um völd og eins kastalar
og virki stórgoða sem minntu á að þeir væru hinir sterku menn,
hver á sínu svæði. Víða erlendis stóð mönnum ógn af kastölum og
virkjum af því að þau voru notuð sem fangelsi, og er athyglisvert að
biskup skyldi færður í virkið á Flugumýri.
Varnarsjónarmið við staðarval geta birst í öðru. Má veita því
athygli að „hæg gönguleið … og hættulaus“ liggur frá Flugumýri
yfir að Hólum í Hjaltadal, um Rangala, Austurdal og Hvammsdal.
Önnur leið liggur frá Flugumýri um Akradal að svonefndum
Víðivöllum, uppi í fjalladal, og þaðan ýmist um hjá Ullarvötnum
niður Seljárdal að Hálfdanartungum í Norðurárdal eða um kleifar
og niður hjá Valagilsá í Norðurárdal, og þóttu leiðirnar ekki tor-
veldar göngumönnum.105 Á tímum valdabaráttu og sífelldra njósna
voru þetta mjög líklega mikilvægir kostir. Þannig segir frá manni í
Fagranesi í Öxnadal sem hljóp um fjöll og vildi láta vita af brennu-
mönnum sem stefndu að Flugumýri 1253 en varð of seinn. Sjálfir
komu brennumenn við á Hökustöðum í Norðurárdal, skammt frá
Valagilsá, og skildu þar eftir menn sem áttu að koma í veg fyrir að
njósn bærist til Flugumýrar.106
ekkert skarð sem jafnast á við Vatnsskarð er fyrir ofan Flugu -
mýri og gönguleiðirnar voru varla tíðfarnar; það breytir þó ekki því
að Flugumýri var í þjóðbraut, lá við mót leiða um Blönduhlíð og um
vað hjá Völlum. Mátti fara um hina efri leið, alveg undir svonefnd-
um Bygghól, og um hlað á Flugumýri eða hina neðri leið sem lá
nokkru vestar, líklega hjá Hestavígshamri.107 Mun lengra var frá
Víðimýri en Flugumýri til hafskipa í eða við kolbeinsárós og til
Hóla.
helgi þorláksson86
104 Snorri var áfram í Stafholti eftir að friður var saminn við Sunnlendinga
þannig að ófriður við þá var varla aðalástæða veru hans þar. Virkið í Reyk -
holti virðist aldrei hafa komið að notum né heldur kastalinn á Víðimýri.
Athyglis verðasta fyrirtæki af þessu tagi er mikið virki sem Sturla Sighvatsson
reisti nærri Sauðafelli; þegar til kom kaus hann að verjast óvinum sínum þar
sem hægast var frá náttúrunnar hendi, við kleifar í Gilsfirði.
105 Hallgrímur Jónasson, Árbók MCMXLVI, bls. 214–216.
106 Sturlunga saga I, bls. 485.
107 Hin efri leið er nefnd í Sturlunga sögu I, bls. 485–6.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 86