Saga - 2010, Síða 90
menn, þannig að sveitin stækkaði. einnig er mjög líklegt að vold ugir
goðar hafi ekki þolað nálægt sér þingmenn annarra goða og þá farið
að myndast svæði þar sem voru einungis fylgismenn goðans, þ.e.
sveit hans.120
Orri Vésteinsson hefur fjallað um náskyld atriði, að völd hafi
verið svæðisbundin, en vísar þó ekki til orðsins sveit né fjallar sér-
staklega um Ásbirninga og Skagafjörð. Hann bendir á að um allt
land voru áhrifamiklir eða voldugir stórbændur sem voru þó ekki
goðar en réðu miklu um stöðu einstakra goða. Þetta voru þeir þing-
menn goða sem skiptu mestu máli, áttu vanalega stærstu býlin og
voru margir sjálfir foringjar á nánasta svæði umhverfis býlið. er
meginatriði að þeir áttu jafnan besta landið og jafnframt leigujarðir
í grennd eða þá að forfeður þeirra höfðu selt land í grenndinni en þó
þannig að sölunni fylgdu kvaðir. eins leigðu stórbændur og foringj-
ar hinum lægra settu búfé og það var kannski aðalatriði, að mati
Orra, til að stuðla að efnahagslegri undirgefni. Sumir stórbændanna
réðu líka fyrir kirkjum með stórum tíundarumdæmum og þetta var
þeim til framdráttar, pólitískt. Goðar reyndu að tryggja sér stuðning
þess háttar manna. Hámundur Gilsson og Þórður rauður eru slíkir
menn og bjuggu í Lundarreykjadal, skömmu fyrir 1200; þeir reyndu
að tryggja stöðu sína gagnvart nálægum goðum með því að gerast
þingmenn goða sem bjuggu fjær. Orri vekur athygli á að þetta var
eins konar mynstur meðal voldugra stórbænda og tekur dæmi af
margnefndum kálfi Guttormssyni, sem var áður á Auðbrekku í
Hörgárdal og ögraði næsta goða með því að vera þingmaður annars
goða sem var fjær. Þannig má líklega skilja samband kálfs, þegar
hann var sestur að í Skagafirði, við Sighvat Sturluson í eyjafirði.121
Meginatriði fyrir 1200, eða svo, voru valdasvæði goða umhverf-
is býli þeirra; þeir þoldu helst ekki aðra þar en þingmenn sína eða
fylgismenn.122 Í öðru lagi var svo nauðsyn þess fyrir goðana að
halda góðu sambandi við volduga stórbændur í grennd við valda -
helgi þorláksson90
120 Fyrir þessu færi ég fyllri rök í grein sem birtast mun í Goðasteini.
121 Orri Vésteinsson, „A Divided Society: Peasants and the Aristocracy in
Medieval Iceland“, Viking and Medieval Scandinavia 3 (2007), bls.117–139.
122 Gunnar karlsson hélt þessu fram á sínum tíma. Þeir Jesse Byock og Jón Viðar
Sigurðsson birtu niðurstöður athugana sem bentu til annars. Meginreglan
hlýtur að hafa verið sú að goði ætti jafnan vísan stuðning granna í sveit sinni
og amaðist við grönnum sem voru þingmenn annarra goða. Sjá nánar boðaða
grein í Goðasteini og enn fremur Orri Vésteinsson, „A Divided Society“, bls.
118.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 90