Saga - 2010, Page 91
svæðið, helst að fá þá í þingmannasveit sína og færa út valdasvæðið.
Tilhneiging stórbændanna var hins vegar að leita stuðn ings til goða
sem voru fjær og styrkja þannig stöðu sína gagnvart hinum nálæga
goða. Á tímum kolbeins unga var öldin önnur, hann reyndi að kúga
slíka stórbændur til fylgilags eða ruddi þeim ella úr vegi.
Sagt er að kolbeinn ungi hafi notið vinsælda meðal alþýðu í
Skagafirði en stórbændur hafa sumir haft horn í síðu hans. Það
helgaðist sjálfsagt af því að hann skerti völd þeirra en sú stefna að í
héraði ríkti einn sterkur höfðingi virðist annars hafa notið hylli.
kolbeinn Tumason var líklega orðinn valdamestur allra í Skagafirði
um 1190 og afar voldugur um 1200. Hugmyndir um það að hann
hafi flakkað á milli búa sinna munu ekki standast. Hann gerði
Víðimýri að aðsetri sínu og kemur það heim við það að miðlæg
höfðingjasetur eða valdamiðstöðvar hafi jafnan orðið til í héraðsríkj-
um. Bróðursonur hans, kolbeinn ungi, kaus að flytja valdamið -
stöðina að Flugumýri en hún var eftir sem áður við samgöngu-
möndulinn í Skagafirði, milli Skarðs og Feykis.
Hér hefur svokallað miðstöðvargildi staða verið meginviðfangsefni.
Fram hefur komið áður að goðar í valdabaráttu á 12. og 13. öld
nýttu sér víða þjóðleiðir og hylltust til að búa nálægt þeim. Í þessari
grein hefur verið dregið fram að hið sama gilti í Skagafirði. Ásbirn-
ingar höfðu átt aðalaðsetur í Ási í Hegranesi en fluttu það að
Víðimýri sem lá miðsvæðis, við mikilvæga þjóðleið.
Fjallað var um hvar helstu leiðir voru og bent á að Vallalaug hafi
haft mikil áhrif á hvar meginleiðir lágu um Skagafjörð, jafnvel allt
fram á 18. öld. Ætlandi er að hjá Völlum í Hólmi hafi verið vað yfir
Jökulsá eystri. Þarna var prestskyld kirkja og skyldi prestur líka
þjóna Akrakirkju. Sú skipan, og för Brands kolbeinssonar að Haugs -
nesi 1246, bendir til að ferðir yfir Jökulsá eystri hafi verið farnar um
Velli. Loks er sú röksemd að síðar lá leið um Héraðsvötn einmitt um
Velli, kannski í og með af því að það var gamall siður.
Þegar leið á 12. öld fór svæðið um miðbik héraðsins, milli Vatns -
skarðs og Glóðafeykis, að verða æ mikilvægara og þar með Valla -
laug og Hestaþingshamar sem samkomustaðir en dró úr mikilvægi
þingstaðar í Hegranesi.
Í tíð kolbeins unga voru valdamiðstöðvar hans fyrst á Víðimýri
en síðan á Flugumýri. Frændmenn kolbeins og fulltrúar gátu fylgst
með ferðum manna um miðbik héraðsins, frá Víðimýri, Víðivöllum
milli skarðs og feykis 91
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 91