Saga - 2010, Page 104
steinunn kristjánsd. og gísli kristjánss.104
hana í Ferðabók sína.33 Hann telur að leiðin hafi heitið Fjallasýn, en
af orðum Árna Magnússonar má frekar ráða að talað hafi verið um
að fara fjallasýn, það er um háfjöllin.
Hjörleifur Guttormsson segir í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1993
um þessa leið að farið hafi verið um svokallað Ölduskarð upp úr
Hoffellsdal34 meðfram Vatnajökli og komið niður í Fljótsdal suður.
Jökull var til skamms tíma í sjálfu skarðinu en er nú horfinn þaðan.
Þetta hefur verið stysta leiðin frá Borgarhöfn að Skriðuklaustri, en
þó hafa menn orðið að fara yfir bæði Hornafjarðarfljót og Jökulsá í
Fljótsdal áður en komið var að Skriðu með skreiðina. Um Fljótsdal
rennur Jökulsáin út í Lagarfljót og stóð klaustrið norðan við hana.
Leiðin um Ölduskarð og austan Vatnajökuls er enn í dag lokuð
vegna jökla. eftir að hún lokaðist var enn sem fyrr hægt að fara úr
Hornafirði austur í Lón og þaðan áfram um kollumúlaheiði og yfir
í Suðurdal Fljótsdals. Hjörleifur rekur einnig hvernig norðlenskir
vermenn hafa áður farið yfir jökulinn sem var mun minni á miðöld-
um en nú er, eins og Sveinn landlæknir greinir frá.35 Lengri leið er
að fara yfir jökulinn en um Hoffellsdal en hefur þann kost að ekki er
yfir jökulár að fara.
Helgi Björnsson jöklafræðingur tekur í sama streng. Hann greinir
í bók sinni Jöklar á Íslandi frá þekktum gönguleiðum sem farnar voru
allt frá landnámsöld fram á 16. öld yfir Vatnajökul, þ.á m. úr
Norðurdal Fljótsdals til Suðursveitar. Lá þá leiðin um Norðlinga lægð
og síðan suðaustur niður Skálafellsjökul og í Suðursveit. einnig var
hægt að fara úr Fljótsdal yfir í Skaftafell, en þá var farið suðvestur
yfir hájökulinn eftir að komið var upp á Brúarjökul miðjan.36
Helgi gerir ráð fyrir að snælína hafi færst úr 1100 metrum niður
í 700–800 metra hæð við sunnanverðan Vatnajökul frá miðri 16. öld
til 19. aldar. Hann bendir jafnframt á að á „litlu ísöldinni“, sem hófst
um 1400, hafi jöklar víðast hvar á landinu skriðið fram um 10–15 km
og eytt gróðurlendi jafnt í byggð sem í óbyggðum.37 Gera má ráð
fyrir að gönguleiðirnar yfir Vatnajökul hafi breyst þessu samfara.
Allt bendir þetta því til að leiðir milli Austur-Skaftafellssýslu og
33 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands II. Önnur útgáfa. (Reykjavík: Sjóður
Þorvaldar Thoroddsen 1931), bls. 48.
34 Hjörleifur Guttormsson, „Við rætur Vatnajökuls“, bls. 145–147.
35 Sama heimild, bls. 145.
36 Helgi Björnsson, Jöklar á Íslandi, bls. 243.
37 Sama heimild, bls. 82–83 og 228.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 104