Saga - 2010, Side 105
skreiðin á skriðu 105
Fljótsdals hafi verið mun greiðari á klausturtímum en síðar varð
vegna framrásar jökla af völdum veðurfarsbreytinga.
Auk þessara leiða af Héraði og suður yfir til Austur-Skafta -
fellsýslu, var frá Skriðuklaustri einnig greið leið meðfram norðan-
verðu Lagarfljóti alla leið út að hinni mikilvægu hákarlaveiðistöð á
tímum klaustursins í Bjarnarey á Héraðsflóa.38 Þangað var farið
norðan við Jökulsá á Dal og yfir brúna hjá Fossvöllum, sem getið er
um í Íslandslýsingu á 16. öld, kenndri við Odd einarsson biskup í
Skálholti, eða á vöðum sem víða er að finna á eyrunum utan við
Litla-Bakka.39
Til þess að komast niður á Firði vegna aðdrátta hefur hins vegar
þurft að fara yfir Lagarfljót eða Jökulsá í Fljótsdal. Var það gert á kláf-
um, bátum, vöðum eða á ís40 og síðan haldið yfir Vestdals heiðina, t.d.
til Brimness í Seyðisfirði41, eða yfir Hallormsstaðarháls í Skriðdal til
þess að komast á Þórdalsheiðina til Reyðarfjarðar, Loðmundarfjarðar
og Fáskrúðsfjarðar42, þar sem klaustrið átti jarðir. Að líkindum var
riðið yfir árnar við Lagarfljótsbotninn, eins og kemur fram í Drop -
laugarsonasögu og Hrafnkelssögu, en einnig eru nokkur vöð þekkt í
örnefnum frá Hrafnkelsstöðum og inn að Víðivöllum.
ekki má gleyma Gautavík í Berufirði, sem var helsti verslun-
arstaðurinn eystra á klausturtímanum og þangað lágu kunnar leiðir
úr Suðurdal Fljótsdals og þá yfir Öxi.43 Þó svo að hvergi sé Gauta -
víkur getið í viðskiptum klaustursins, má telja líklegt að tengsl hafi
verið þarna á milli. Sem dæmi má nefna að samskonar gerðir leir-
kera hafa fundist á báðum stöðunum og benda þær í það minnsta til
þess að svo hafi verið.44
38 Hjörleifur Guttormsson, „Minjar um sjósókn við Héraðsflóa“, Múlaþing 33
(2009), bls. 35–67.
39 Oddur einarsson, Íslandslýsing — Qualiscunque descriptio Islandiae. Þýð. Sveinn
Pálsson (Reykjavík: Menningarsjóður 1971), bls. 56. Sjá einnig Agnar Hall -
grímsson, „Brúin á Jökulsá á Dal“, Múlaþing 3 (1968), bls. 26–57, og Sveinn
Þórðarson, Brýr að baki — brýr á Íslandi í 1100 ár (Reykjavík: Verkfræðingafélag
Íslands 2006).
40 Sjá t.d. Gunnlaugur Ingólfsson, Kláfferjur. Brot úr samgöngusögu. Fylgirit
Múlaþings (egilsstaðir: Héraðsnefnd Múlasýslna 2002).
41 Fornir fjallvegir á Austurlandi (egilsstaðir: Áhugahópur um vörður og fjallvegi á
Austurlandi 1998), bls. 10–11.
42 Sama heimild, bls. 58–59 og 60–62.
43 Sama heimild, bls. 37.
44 Ragnheiður Gló Gylfadóttir, Miðaldaklaustrið á Skriðu. Leirker. Skýrslur Skriðu -
klaustursrannsókna X (Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir 2005). — Tor-
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 105