Saga - 2010, Page 107
skreiðin á skriðu 107
Þá er alls ekki útilokað heldur að skreiðin hafi verið flutt sjóleiðina úr
Suðursveit til Gautavíkur eða annarra hafna eystra, t.d. úr Hamars -
firði og þaðan landveg í klaustrið. einnig má ætla að landleiðin úr
Hornafirði, yfir Almannaskarð og í Lón og þaðan norður um í Fljóts -
dal hafi alltaf verið farin. Gerir Lúðvík kristjánsson ráð fyrir því.45
Lokaorð
Fiskbein sem grafin hafa verið upp á Skriðuklaustri eru yfirleitt af
meira en eins metra löngum fiski, einkum stórýsu, stórri löngu og
rígaþorski. Það sýnir svo ekki verður um villst að fiskur þessi hefur
verið veiddur við suðurströndina og síðan borist alla leið að Skriðu
í Fljótsdal. eðlilegast er að tengja fiskinn við Borgarhöfn í Suðursveit
úr því að klaustrið átti þrjá fjórðu þeirrar jarðar með helstu verstöð
Suðursveitunga, þó svo að varla hafi verið auðsótt að koma fiskin-
um þaðan heim í skemmu á Skriðu.
Við nánari skoðun er nefnilega ljóst að Skriðuklaustur var í
alfaraleið á þeim tíma er umsvif voru þar sem mest, þótt staðsetn-
ing þess kunni að virka einkennileg í dag. Í gegnum Fljótsdalinn
lágu leiðir suður yfir Vatnajökul, niður á Firði og út í Héraðsflóa.
Skriðuklaustur var þannig síðasti viðkomustaður áður en farið var
suður fyrir jökulinn en þær leiðir lokuðust vegna veðurfarsbreyt-
inga og framrásar jökla á 17. öld.
Í samræmi við hlutverk útstöðva kaþólsku kirkjunnar gat Skriðu -
klaustur þess vegna þjónað öllu svæðinu austan Vatnajökuls frá
Skriðu á klausturtíma, þótt það breyttist síðar vegna kólnandi
veðurfars. Breytingar þessar á veðurfari og samgöngum höfðu enn-
fremur stjórnarfarsleg umskipti í för með sér, því Skaftafells sýsl -
urnar tilheyrðu Austfirðingafjórðungi til 1783 en voru þá fluttar í
Sunnlendingafjórðung, hugsanlega vegna lokunar leiða þar á milli.
stein Capelle, „Rannsóknir á miðaldaverslunarstaðnum Gautavík“ [Íslensk
þýðing, fyrst birt árið 1982], Ólafía. Rit Fornleifafræðingafélags Íslands III (2009),
bls. 66–76.
45 Lúðvík kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir II (Reykjavík: Menningarsjóður 1982),
bls. 336–337.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 107