Saga - 2010, Page 109
loftur guttormsson
Ævilok Ögmundar Pálssonar biskups:
svolítil sagnritunarathugun
Samkvæmt nýlegum yfirlitsritum um Íslandssögu leikur vafi á hvar
og hvenær Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skál -
holti, lést. Í Sögu Íslands, 6. b., segir Helgi Þorláksson svo frá:
Sumir telja að Ögmundur hafi dáið í hafi á leið til Danmerkur, 13. júlí
[1541], og almennt er haft fyrir satt að hann hafi verið lagður til hvílu
við klausturkirkjuna í Sórey. Til er trúverðug þýsk samtímaheimild um
að hann hafi komist lifandi til Hafnar og verið settur í klaustur þar sem
hann lést innan árs.1
Í riti Gunnars karlssonar, Icelands’s 1100 Years (2000), má lesa eftir-
farandi um þetta efni:
They [the captain’s men] took him [Ögmund] back to Denmark with
them, but sources differ over whether he died on the way or lived for
a few years in Denmark.2
Nú má vel halda því fram að þessi óvissa um dauðdaga síðasta
kaþólska biskupsins í Skálholti skipti harla litlu máli. Örlög Ög -
mundar hafi hvort sem er verið ráðin um leið og siglt var með hann,
ófrjálsan manninn, frá Íslandi á herskipi Danakonungs; engu máli
skipti fyrir skilning á framgangi siðaskiptanna á Íslandi hvort hinn
aldni biskup lést á leiðinni eða komst lifandi á leiðarenda, til kaup -
mannahafnar; þetta má allt til sanns vegar færa. en þegar þess er
gætt að fram á síðustu öld var í frásögnum kveðið skýrt að því að
fram að andláti sínu hefði Ögmundur biskup verið vistaður í
Saga XLVIII:2 (2010), bls. 109–124.
VIÐHORF
1 Helgi Þorláksson, Saga Íslands. 6. b. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag og
Sögufélag 2003), bls. 59.
2 Gunnar karlsson, Iceland’s 1100 Years (Reykjavík: Mál og menning 2000), bls.
130.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 109