Saga - 2010, Page 110
Sóreyjarklaustri og síðan verið fenginn legstaður í klausturkirkjunni
þar, þá verður að teljast forvitnilegt frá sagnritunarsjónarmiði að
kanna hvernig umrætt efamál kom til sögunnar og öðlaðist sess í
flestum yfirlitsritum um sögu landsins á öldinni sem leið. Hér á eftir
verður ferill málsins rakinn og reynt að grafast fyrir um ástæður
fyrir þeim ólíku sögum sem fer af andláti Ögmundar Pálsonar. en
fyrst skulu rifjaðir stuttlega upp þeir atburðir sem leiddu til hand-
töku biskups og herleiðingar hans til Danmerkur.
Biskup handtekinn og herleiddur
Ögmundur Pálsson, sem tók biskupsvígslu í Björgvin árið 1521, lét af
biskupsdómi árið 1540, þá orðinn blindur maður. Hann hafði þráast
við að innleiða í biskupsdæmi sínu hina lúthersku kirkjuskipan
kristjáns konungs 3. og verið bendlaður af hálfu konungsvaldsins
við morðið á umboðsmanni konungs, Diðriki van Minden og fylgis -
mönnum hans, sem rænt höfðu Viðeyjarklaustur 1539. Ári síðar
staðfesti konungur biskupskjör Gissurar einarssonar, skjólstæðings
Ögmundar, sem fyrsta lútherska súperintendantsins í Skálholti,
gegn fyrirheiti hans um að koma á hinni nýju kirkjuskipan. Til þess
að knýja á um upptöku hins nýja siðar í biskupsdæminu, rétta í máli
Diðriks van Minden, láta landsmenn sverja Danakonungi eið og
heimta af þeim stríðsskatt var Christoffer Huitfeldt höfuðsmaður
gerður út með tvö herskip til Íslands vorið 1541. Síðla í júnímánuði
var Ögmundur svo handsamaður af konungsmönnum þar sem
hann dvaldist hjá Ásdísi, systur sinni, á Hjalla í Ölfusi. Við svo búið
var hin nýja kirkjuskipan samþykkt á prestastefnu á Þingvöllum.
Gegn fyrirheiti um lausn úr haldi lét Ögmundur silfur sitt af hendi
við Huitfeldt og afsalaði sér síðan í hendur konungs öllum jarðeign-
um sínum, sem voru miklar; þá hafði biskup þegar verið færður
nauðugur á skipsfjöl. Öll fyrirheit um lausn úr haldi voru svikin af
konungsmönnum og með biskupinn siglt áleiðis til kaupmanna -
hafnar eigi síðar en 5. júlí 1541.3
loftur guttormsson110
3 Sjá Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. 2. b.
(Reykjavík: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar 1922), bls. 118 o.áfr. —
„Biskupaannálar Jóns egilssonar“, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta að
fornu og nýju. 1. b. Jón Sigurðsson sá um útgáfuna (kaupmannahöfn: Hið
íslenzka bókmentafélag 1853), bls. 72–74. — Loftur Guttormsson, Frá siðaskipt-
um til upplýsingar. 3. b. Kristni á Íslandi. Ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík:
Alþingi 2000), bls. 54–62.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 110