Saga - 2010, Síða 112
Í öðru lagi er að telja eignaskrá (máldaga) kirkjunnar í Haukadal
sem gerð var árið 1541. Hér í inngangi er minnst á „biskup heitinn
Ögmund“.7 Í þriðja lagi er um að ræða alþingisdóm sem þeir Gissur
biskup og Þorleifur Pálsson lögmaður nefndu á Þingvöllum 30. júní
1542 um erfðamál Ásdísar Pálsdóttur, systur biskups; þar segir svo
um Ögmund: „[…] sem guð hans sál náði.“8
Jón Þorkelsson annaðist m.a. útgáfu 10. og 11. bindis Íslenzks
fornbréfasafns (DI) á árunum 1915–1925. Í 1. hefti 11. bindis, sem birt-
ist 1915, heldur Jón því fram að Ögmundur biskup hafi
dáið 13. júlí 1541, en ekki 1542 (sbr. DI X, nr. 412) […] Hann hefir því
annað hvort andast í hafi eða þá alveg nýkominn til Hafnar. […] Þessu
sýnist hafa verið haldið leyndu fyrir vinum hans og frændum hér á
landi, og látið heita svo, að hann dæi í Sórey nálægt kyndilmessu 1542.
(Safn I, 74). en Gissur hefir fengið hið sanna að vita.9
Jón Þorkelsson setur ekki fram skoðun á því hvernig Gissur biskup
hefði átt á árinu 1541 að fá vitneskju um andlát Ögmundar (sbr. hér
aftar bls. 118).
Tryggvi Þórhallsson skrifaði árið 1917 ritgerð til samkeppnis-
prófs um stöðu dósents við guðfræðideild Háskóla Íslands en hún
komst fyrst á prent árið 1989.10 Hann taldi eignaskrá kirkjunnar í
Haukadal frá 1541 skera úr um að Ögmundur hefði dáið 1541.11
Tryggvi bætir því við túlkun Jóns Þorkelssonar að menn hafi
loftur guttormsson112
bréfabókarinnar (afskriftarinnar), bls. 158 og 159, en opnan geymir m.a. um -
rædda minnisgrein (hún er næstneðsta færslan á bls. 159). Þessi skjöl eru
prentuð í DI X undir eftirtöldum númerum: 349, 408, 409, 351, 410, 411, 412
(minnisgreinin), 336. Þetta síðasttalda skjal, „Responsum ad ordinationem“, er
dagsett á Þingvöllum 25. júní 1541. Þennan skavanka á útgáfu Forn -
bréfasafnsins má m.a. meta í ljósi hugmynda Jóns Sigurðssonar um undirbún-
ing slíkrar útgáfu, sjá Páll eggert Ólason, Jón Sigurðsson forseti. 1. b. Viðbúnaður
(Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag 1929), bls. 282–284. (einari Gunnari
Péturssyni sérfræðingi á Stofnun Árna Magnússonar þakka ég ábendingar
varðandi Fornbréfasafnsútgáfuna.)
7 DI X, nr. 414, bls. 694.
8 DI XI, nr. 137, bls. 140–142.
9 DI XI, nr. 137, bls. 141, nmgr. 1. — Tilvísanir höfundar innan sviga eiga annars
vegar við DI X og hins vegar við Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta.
1. b.
10 Sjá „Formáli“, í Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin
(Reykjavík: Útgefið af börnum höfundar 1989), bls. v–vi.
11 Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin, bls. 133.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 112