Saga - 2010, Blaðsíða 113
„haldið að það myndi æsa meir reiði þeirra [vina og frænda
Ögmundar] og kenna illri meðferð um svo skjótan dauða hans.
Hafi þeim verið sagt að Ögmundur hafi dáið um veturinn nálægt
kyndilmessu.“12
Í hinu eiginlega, opinbera sagnritunarsamhengi er það þó Páll
eggert Ólason sem verður réttilega talinn höfuðsmiður umræddrar
túlkunar á ævilokum Ögmundar.13 Páll eggert var um árabil (1921–
1929) prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands og sér fróður um
sögu siðaskiptatímans á Íslandi. Um þetta vitnar hið viðamikla rit
hans, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar, í fjórum bind um sem
komu út á árabilinu 1919–1926. Í 2. bindi verksins fjallar Páll eggert
ítarlega um Ögmund biskup og upptöku lúthersks siðar í Skálholts -
biskupdæmi. Hér segir svo frá andláti biskups:
er það sannanlegt, að Ögmundur biskup andist í hafi, nokkurum dög-
um eftir að hann lét frá Íslandi, og hyggur Gizur byskup andlátsdag
hans vera 13. júlí (1), og verður það að vera árið 1541, með því að í öðru
skjali, sem beint í er nefnt ártalið 1541, er Ögmundur byskup kallaður
„heitinn“ (2), og í alþingisdómi næsta ár, 30. júní 1542, er talað um
Ögmund byskup, „sem sál hans guð náði“ [sic!] (3), og er sú frásögn
aðeins höfð um látna menn.14
Með þessum rökum taldi Páll eggert sig geta fullyrt að Ögmundur
hefði andast í hafi 13. júlí 1541.15 Það vekur athygli að Páll eggert
vísar hér hvergi til „fyrirrennara“ sinna, Jóns Þorkelssonar og
Tryggva Þórhallssonar, þótt frásögn hans sé augljóslega í samræmi
við það sem haft er eftir þeim hér að framan. efalaust er að Páll
eggert hefur þekkt útlistun Jóns Þorkelssonar neðanmáls í Forn -
bréfasafninu; en á þessu stigi verður ekki fullyrt að Páli eggert hafi
verið kunnugt um röksemdir Tryggva þegar hann vann að riti sínu
ævilok ögmundar pálssonar biskups 113
12 Sama heimild, bls. 133.
13 Hér á eftir verður því endurskoðunarstefnan í þessu máli stundum til einföld-
unar kennd við Pál eggert þótt fyrirrennararnir tveir hafi að sínu leyti átt þátt
í að móta hana.
14 Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. 2. b., bls.
347–348. Númerin innan sviga í tilvitnuninni eiga við þrjár tilvísanir sem koma
þar fyrir frá hendi höfundar (PeÓ): (1) DI X nr. 412, bls. 693; (2) DI X nr. 414,
bls. 694 (eignaskrá kirkjunnar í Haukadal); (3) DI XI nr. 137, bls. 140–142.
15 Í Íslenzkum æviskrám 5. b. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1952), sem
Páll eggert samdi, segir um Ögmund Pálsson (bls. 262) að hann hafi andast í
hafi en aftur á móti segir ekkert um legstað hans.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 113