Saga - 2010, Qupperneq 114
um Ögmund og siðaskiptin í Skálholtsbiskupsdæmi; sennilegt er þó
að hann hafi haft veður af þeim.16 Umræddir þremenningar verða
hér á eftir nefndir endurskoðunarmenn.
Aðeins er til eitt annað útgefið sérfræðirit þar sem endurskoð -
unarstefnunni í þessu máli er haldið fram, þ.e. Herra Jón Arason bisk-
up eftir Guðbrand Jónsson (1888–1953) bókavörð; ritið kom út árið
1950. Hér dramatíseraði Guðbrandur, sonur Jóns Þorkelssonar þjóð -
skjalavarðar og samtímamaður Páls eggerts, allmjög frásögn hins
síðarnefnda. Guðbrandur greinir fyrst frá því að til þess hafi verið
ætlast af hálfu konungsmanna að Ögmundur yrði
fluttur til Danmerkur og hafður þar í gæslu eins og hinir dönsku bisk-
upar. Beið hans þar ekki annað en að bera beinin í landi sjálfra fjand-
mannanna og hefur það eflaust verið hinum aldna biskupi þungbær til-
hugsun […] hann andaðist í hafi 13. júlí, og hinum mikla sæfara og sigl-
ingagarpi var gerð sú miskunn, að bein hans fengu að hvílast í hafi því
er hann hafði þráfaldlega stýrt skipi um.17
Guðbrandur hirti ekki um að vísa til heimilda í riti sínu; en ekki
verður séð að hann hafi byggt frásögn sína af Ögmundi, hvílandi á
hafsbotni, á öðru en hugsýn sinni um að „hinn mikli sæfari“ hafi
þannig, liðið lík, losnað úr greipum fjandmanna sinna. Sýnist óþarfi
að eltast við slíka útleggingu. Aftur á móti er nauðsynlegt að gaum-
gæfa röksemdir Páls eggerts og fyrirrennara hans beggja fyrir því
að Ögmundur hafi látist í hafi. Áður er þó rétt að gera grein fyrir
hinum elstu frásagnarheimildum sem greina frá andláti biskups og
Páli eggert var, með einni undantekningu, kunnugt um og hann
hlaut jafnframt að taka afstöðu til.
Frásagnarheimildir
elsta varðveitta frásagnarheimildin er klausa úr niðurlagi annáls,
Hamburger Chronik von Jahre 810 bis 1542, sem Bernd Gysek, ritari hjá
loftur guttormsson114
16 Jón J. Aðils, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sat í nefndinni sem lagði
mat á hæfi umsækjenda, þ. á m. Tryggva Þórhallssonar, um dósentsstöðuna í
guðfræði. Jón féll frá árið 1920 en hann kann vel að hafa greint Páli eggert,
starfsbróður sínum, frá ritgerð Tryggva. Víst er að þeir voru málkunnugir, sjá
Páll eggert Ólason, „Jón J. Aðils“, Skírnir. Tímarit HÍB 94 (1920), bls. 225–248
(hér bls. 248). Þá kann Páll eggert og að hafa fengið aðgang að ritgerð Tryggva
en hann tók við prófessorsembætti í íslenskri sögu af Jóni J. Aðils 1921.
17 Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason biskup 1550–1950 (Reykjavík: Hlaðbúð
1950), bls. 181–182.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 114