Saga - 2010, Qupperneq 116
en þá biskup kom fram, þá var sagt, að kónginum hefði miður líkað,
að þeir hefði flutt hann sjónlausan, og lét hann í eitt klaustur, og þar
gekk hann af um veturinn, nær kyndilmessu [2. febrúar].23
Jón egilsson fæddist árið 1548 en afi hans, einar Ólafsson (1497–
1580), var prestur — fyrst í Görðum á Álftanesi, síðan (frá 1553) í
Hrepphólum í ytrahrepp — og náinn trúnaðarmaður Ögmundar.
Sjálfur var einar um árabil, eftir að hann lét af prestskap, í nánum
tengslum við Jón sonarson sinn.24 Móðir Jóns var katrín, dóttir
systur sonar Ögmundar; var hún níu ára þegar Ögmundur var
handtekinn. Þegar á allt þetta er litið má telja að Jón egilsson hafi
haft góðar forsendur til að greina frá atburðum eins og gerst var
vitað meðal þeirra samtímamanna hans sem máttu minnast æviloka
Ögmundar.25
Í þriðja lagi er um að ræða Skarðsárannál sem Björn Jónsson
(1574–1655) skráði. Sjálf frásögnin af handtöku Ögmundar og með -
ferð konungsmanna á honum fylgir náið Biskupaannálum Jón
egilssonar— og hefur því ekkert sjálfstætt gildi — en í einni afskrift
annálsins merktri A, sem gerð var að undirlagi Brynjólfs biskups
Sveinssonar, er viðbót (miðað við þrjár aðrar varðveittar afskriftir
annálsins) um aðdraganda og atvik við handtöku Ögmundar bisk-
ups.26 Viðbótin er höfð eftir Oddi einarssyni biskupi sem hafði hana
aftur eftir Agli einarssyni, föður Jóns:
Féllu með þessu móti allar hans eignir og óðul undir kóng, án dóms og
laga, eður nokk(ur)rar sakargiptar, en hann sjálfur fangaður útfluttur í
Danmörk, og settur þar í Sóreyjarklaustur í ærlegu haldi, hvar sagt er
hann hafi lifað nær 3 ár, og síðan andast og grafinn verið, sem áður er
sagt.27
Þegar þessar þrjár elstu frásagnir eru bornar saman vekur einkum
tvennt athygli: það er fyrst í Skarðsárannál, viðbót A, sem heiti
klaustursins (Sórey) kemur fram. Mjög sennilegt er að vitneskjan
loftur guttormsson116
23 „Biskupaannálar Jóns egilssonar“, bls. 74.
24 Jón Sigurðsson, „Biskupa-annálar Jóns egilssonar“, bls. 17–18.
25 „Þáttur um Ögmund biskup í Skálholti“, Biskupa sögur. 2. b. (kaupmannahöfn:
Hið íslenska bókmenntafélag 1878), bls. 274. Sjá annars Tryggvi Þórhallsson,
Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin, bls. 118–123.
26 Gerð er grein fyrir afskriftum Skarðsárannáls í Annálar 1400–1800. 1. b.
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1923), bls. 99, nmgr. 2.
27 Annálar 1400–1800. 1. b. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1922–1927),
bls. 101–102.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 116