Saga - 2010, Síða 117
um þetta sé komin frá Brynjólfi biskupi, sem að eigin sögn sá leg-
steininn yfir Ögmundi í klausturkirkjunni.28 Um áletrunina á leg-
steininum, sem nú er löngu fjarlægður, ber heimildum ekki saman:
elsta íslenska frásagnarheimildin gefur upp áletrunina: Ögmundur
Skálholtsbiskup (Ögmundur episcopus Schalholtensis)29, en sam-
kvæmt vitnisburði Brynjólfs biskups hljóðað hún svo: Ögmundur
biskup Íslands (Augmundus Islandiæ episcopus). Að öðru leyti birt-
ist efnislegt ósamræmi milli heimildanna þriggja einkum í fjölda
þeirra ára sem Ögmundur á að hafa lifað í Sórey. Aðeins Biskupa-
annálar fylgja elstu frásagnarheimildinni, Hamborgarannál, í því að
Ögmundur hafi dáið 1542 en aðrar umræddar heimildir íslenskar
gera ráð fyrir að hann hafi lifað í nokkur ár í klaustrinu, a.m.k. til
ársins 1543.
Seinni tíma frásagnir, frá átjándu öld, sem getið verður hér aftar,
teljast ekki hafa sjálfstætt heimildargildi í þessu efni enda byggðu
endurskoðunarmennirnir ekkert á þeim. er nú vert að vega og meta
frásögn þeirra, og þó einkum Páls eggerts, í ljósi þeirra heimilda
sem að framan getur.
Röksemdir endurskoðunarmanna
Páli eggert var ekki kunnugt um Hamborgarannál Bernds Gysek —
þá frásagnarheimild sem stendur næst í tíma þeim atburði sem hér
ræðir um. Hinum innlendu seytjándu aldar frásögnum af ævilokum
Ögmundar var hann aftur á móti vel kunnugur. Páll eggert virti þó
vitnisburð þeirra að vettugi og staðhæfði að biskup hefði látist í hafi
með eftirfarandi rökum:
en það að Jón egilsson segir, að Ögmundur byskup hafi andazt í klaustri
í Danmörku á kyndilsmessu veturinn 1542 ((1) Safn til sögu I, bls. 74), er
sennilega þann veg til komið, að svo hefir verið sagt venzlamönnum
ævilok ögmundar pálssonar biskups 117
28 Þetta hefur án efa gerst í heimsókn Brynjólfs til Sóreyjar vorið 1639, sjá Sig -
urður Pétursson, „Vitae memoria“, Brynjólfur Sveinsson — kirkjuhöfðingi, fræði -
maður og skáld. Safn ritgerða í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveinssonar 14. sept.
2005. Ritstj. Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og Torfi Tulinius (Reykjavík: Há -
skóla útgáfan 2006), bls. 16.
29 Sjá hér framar nmgr. 21. Þessu fylgdi Jón Gissurarson síðan í ritgerð sinni sem
mun hafa verið samin á fimmta tug 17. aldar, sjá Jón Sigurðsson, „Ritgjörð Jóns
Gizurarsonar um siðaskipta tímana“, Safn til sögu Íslands 1. bindi, bls. 642 og
„Ritgjörð Jóns Gizurarsonar“, sama rit, bls. 665. Átti þó Jón Gissurarson
Brynjólf biskup fyrir föðurbróður.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 117