Saga - 2010, Side 118
Ögmundar byskups, og hefir það svo sem eins og átt að vera í nær-
gætnisskyni eða eins konar raunabót. Hitt sem haft er eftir Brynjólfi
byskupi Sveinssyni ((2) Bps. Bmf. II. bls. 244) að Ögmundur byskup
hvíli í klausturkirkjunni í Sórey, má vel til sanns vegar færa, og hefir þá
Hvítfeldur haft lík Ögmundar með sér til Danmerkur, en ekki kastað
því fyrir borð, og síðan látið legstein yfir […]30
Þá skýringu að danskir hafi diktað það upp að Ögmundur biskup
hafi komist lifandi til Danmerkur og andast þar í klaustri hafði Páll
eggert raunar eftir dr. Jóni Þorkelssyni landskjalaverði eins og áður
er bent á.31 en hvað varðar greftrunarstaðinn — Sórey eða saltan sjó-
inn — þá slær Páll eggert hér úr og í, með vísun til vitnisburðar
Brynjólfs biskups. en öll röksemdafærsla hans viðvíkjandi andlátsári
Ögmundar byggist á áðurnefndum skjölum (leifum), þ.e. minnis-
grein Gissurar biskups og kirkjumáldaganum frá 1541.
Við röksemdir endurskoðunarmanna, bæði hvað varðar dánar-
ár Ögmundar og kringumstæður við greftrun hans, er sitthvað að
athuga. Hugum fyrst að því sem lýtur að ákvörðun dánarársins.
Orðalagið „existimo/ég ætla“ í minnisgrein Gissurar biskups
bendir ótvírætt til þess að biskup hafi ekki verið viss í sinni sök —
að fregnin af andláti Ögmundar hafi verið sögusögn sem Gissuri
hafi borist eftir einhverri leið (óopinberri) sumarið eða haustið 1541.
Hver þessi leið hefur verið er nú ógerlegt að segja neitt ákveðið um,
en ætla verður að hún hafi tengst komu einhvers skips til Íslands.32
Orðalagið sem fylgir eignaskrá kirkjunnar í Haukadal bendir aftur
á móti eindregið til þess að á þessa sögusögn hafi menn í umhverfi
Gissurar biskups lagt trúnað þetta umrædda ár (1541). Hitt er annað
mál að orðalagið, sem fylgir alþingisdóminum 25. júní 1542, getur
allt eins samræmst hinni hefðbundnu frásögn (að Ögmundur hafi
látist snemma árs 1542 í Sórey) sem og hinni endurskoðuðu útgáfu
sögunnar. Fregnin um lát biskups hefði hæglega getað borist með
vorskipum 1542 áður en Öxarárþing hófst.33
loftur guttormsson118
30 Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar. 2. b., bls. 348. Heim -
ilda tilvísanir innan sviga eru Páls eggerts.
31 Sjá DI XI nr. 137, bls. 141, nmgr. 1.
32 Huitfeldt höfuðsmaður hefur náð til kaupmannahafnar fyrir 6. ágúst 1541, sjá
DI X nr. 355, bls. 648. Óvíst er hvort haustskip sigldu til Íslands þetta tiltekna ár;
hafi það ekki gerst er hugsanlegt að sagan hafi borist hingað með skipi sem
Huitfeldt hafði haft afskipti af á siglingaleiðinni.
33 Röksemdafærsla Tryggva Þórhallssonar, Gissur biskup Einarsson og síðaskiptin,
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 118