Saga - 2010, Page 119
eins og í pottinn er búið verður að styðjast við almenn skyn-
semis- og sennileikasjónarmið þegar meta skal hvert hald er í út -
leggingu endurskoðunarmanna á ævilokum Ögmundar. Fjögur
atriði koma hér einkum til athugunar:
1. eftir daga Páls eggerts kom fram samtíma frásagnarheimild
sem styður hina hefðbundnu frásögn og mjög erfitt er að líta
fram hjá.
2. Í ljósi hins slóttuga og harðneskjulega framferðis konungs-
manna gagnvart Ögmundi og þá ekki síður Ásdísi systur
hans sumarið 1541 er allt annað en sennilegt að þeir hafi séð
ástæðu til að hagræða sannleikanum um afdrif Ögmundar „í
nærgætnisskyni“ við venslamenn hans.
3. Líklegt má telja að komist hefði upp um uppspunann um líf-
hald Ögmundar yfir Atlantsála (samkvæmt tilgátu endur -
skoðunarmanna), jafnmargir og þeir skipsmenn voru sem
hefðu getað borið vitni um hið gagnstæða — að Ögmundur
hafi í raun (enn samkvæmt tilgátu Páls eggerts) verið liðið lík
við komuna til kaupmannahafnar.
4. engin líkindi eru til þess að haft hefði verið fyrir því að flytja
lík Ögmundar, samkvæmt sögninni um andlát í hafi, af skips-
fjöl til greftrunar í Sórey mitt á Sjálandi. Aftur á móti lá beint
við að greftra hann þar eftir að hann hafði verið vistaður í
klaustrinu er þjónaði m.a. sem fangabúðir fyrir ýmsa and -
stæð inga siða skiptanna í danska ríkinu.34 enginn hinna dönsku
kaþólsku biskupa, sem kristján konungur 3. lét handtaka og
setja í varð hald síðla árs 1536, var reyndar vistaður í Sóreyjar -
klaustri en sumir þeirra voru greftraðir í þeim dómkirkjum
sem þeir höfðu þjónað.35 Af dönsku biskupunum var Joakim
Rønnow, biskup í Hróarskeldu, hinn eini sem dó í varðhaldi
(árið 1542 í kaupin hafnarsloti); hann var greftraður í Heilag s -
andakirkju þar í borg.
ævilok ögmundar pálssonar biskups 119
bls. 133, og Páls eggerts Ólasonar, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar. 2. b., bls.
347, missir að þessu leyti marks.
34 Sjá N.P. Nielsen, „Sorø kloster var interningslejr for Reformationens modstan-
dere“, Jul i Sorø og omegn 3 (1951), bls. 4–6.
35 Sjá G. H. Lindhardt, „Reformationstiden 1513–1536“, Den danske kirkes historie.
Ritstj. N.k. Andersen og P.G. Lindhardt (kaupmannahöfn: Gyldendal 1965),
bls. 418–425; Dansk biografisk leksikon (kaupmannahöfn: Gyldendal 1979–1984)
og Den store danske encyklopædi (kaupmannahöfn: Danmarks National leksikon
1997).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 119