Saga - 2010, Blaðsíða 120
Átjándu aldar frásagnir
Forvitnilegt er að athuga hvernig fræðimenn á 18. öld fóru með og
túlkuðu þær heimildir sem um ræðir að framan og endurskoðunar-
menn höfðu aðgang að. Hér verður hugað að þremur höfundum,
Jóni Ólafssyni (1705–1779) frá Grunnavík, erik Pontoppidan (1698–
1764), guðfræðiprófessor og biskupi, og Finni Jónssyni (1704–1789)
biskupi.
Í frásögn sinni, sem birtist í Danske Magazin 1747, rekur Jón frá
Grunnavík lífsferil Ögmundar biskups. Ritstjóri blaðsins gerir fyrst
svofellda grein fyrir samantektinni:
Dette den sidste katholske Biskop i Skálholts Stift paa Island hans
Levnets Løb er af adskillige skrevne Islandske Aar-bøger og gamle Breve
sammendraget og paa Dansk forfattet af den lærde og i de Nordiske
Sprog og Antikviteter vel forfarne Islænder Jon Olsen [Johannes Olav -
ius], en værdig Arnæ Magnæi Discipel og Stipendarius, som for faa Aar
siden reiste her fra kiøbenhavn hiem til sit Fæderne land […].36
Af ævilokum Ögmundar segir svo í samantekt Jóns frá Grunnavík:
Da de kom med ham [Ögmund] til Danmark, og stillede ham for
kongen, mishagede det Hans Maiestet, at de havde foruroliget saadan
en gammel og blind Mand, og ført hannem ud af Landet. kongen lod
sætte ham i Sorø kloster, og have der en god Underholdning. Samme -
steds levede han halv andet Aar, og døde ved kyndelmisse Tider (i)
1543. Han ligger begraven i Sorø klosters kirke midt paa kirke-Gulvet
(nogle Bøger siger i Roskilde Domkirke, hvilket er urigtigt), med denne
Grav-Skrift paa Lig-Stenen: Augmundur Episcopus Islandus, andre sige
Augmundur Islandiæ Episcopus (k).37
ekki leynir sér að þessi frásögn Jóns frá Grunnavík byggist aðallega
á Biskupa-annálum Jóns egilssonar og Skarðsárannál. Hvað varðar
tímann sem Ögmundur á að hafa lifað í klaustrinu virðist Jón frá
Grunnavík fara bil beggja milli Biskupa-annála og Skarðsárannáls,
viðbótar A, með því að telja biskup hafa látist árið 1543.
loftur guttormsson120
36 Danske Magazin (1747), bls. 338. — Jón Ólafsson hélt til Íslands vorið 1743 og
sneri ekki aftur til Hafnar fyrr en að átta árum liðnum, sjá Jón Helgason, Jón
Ólafsson frá Grunnavík (kaupmannahöfn: Á kostnað höfundar 1925), bls. 31.
37 [Jón Ólafsson], „Biskop Øgmund i Skálholt paa Island som døde i Sorø 1543.
hans Levnet“, Danske Magzin (1747), bls. 348. — Tilvísanir höfundar í þessari
tilvitnun eiga við: (i) Minnisgrein um dánardægur Ögmundar biskups í bréfa-
bók Gissurar biskups; (k) erik Pontoppidan, Marmora Danica. 1. b., bls. 148.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 120