Saga - 2010, Side 121
Í kirkjusögu sinni, sem birtist 1747, tilgreinir erik Pontoppidan
ekki dánarár Ögmundar en hefur eftirfarandi orð um andlát hans:
„[…] Bischoff Augmundus, kurz nach seiner Ankunft in Dänemark,
wo er auf dem Closter Soer, als ein Stats Gefangner bewahrt ward,
mit Tode abgieng.“38 Pontoppidan bætir við að Ögmundur hvíli í
Sóreyjarkirkju undir þessari grafskrift: „Hic sepultus est Aug mund -
ur Islandiæ episcopus“. er þetta síðari grafskriftin sem Jón frá
Grunna vík tilfærir með tilvísun í rit Pontoppidans, Marmora Danica.
Finnur biskup víkur stuttlega að efninu í kirkjusögu sinni á lat-
ínu svofelldum orðum (í þýðingu LG):
[…] hann var fluttur fyrst til Hafnar, síðan til Sóreyjar þar sem hann dó
eftir hálft annað ár eða, eins og aðrir halda, á þriðja ári bugaður af
hugar angri og elli. Hann var grafinn í klausturkirkjunni með þessari
áletrun á grafsteininum: Hér hvílir Ögmundur biskup Íslands.39
Finnur nefnir neðanmáls skjölin sem endurskoðunarmenn lögðu út
af, að undanskilinni eignaskrá kirkjunnar í Haukadal. Hann ársetur
minnisgrein Gissurar 1542.
Áhrif þjóðernishyggju
Ljóst er af framansögðu að frásögn endurskoðunarmanna af ævi-
lokum Ögmundar biskups stingur í stúf við það sem sögu- og
fræðimenn höfðu fyrir satt fram á tuttugustu öld.40 Til þess að skýra
hvöt eða tilefni að hinni fyrrnefndu nægir ekki að vísa til þess að
nýjar skjalaheimildir hafi þá, á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldar,
verið orðnar aðgengilegri en áður var, samfara útgáfu Fornbréfa -
safnsins snemma á öldinni; frásagnir Jóns frá Grunnavík og Finns
Jónssonar eru til marks um þetta. Óhjákvæmilegt er því að setja hina
endurskoðuðu frásögn í samband við stefnur og strauma sem
mótuðu þá sem endranær almenn viðhorf sagnfræðinga og annarra
fræðimanna til viðfangsefna.
ævilok ögmundar pálssonar biskups 121
38 erik Pontoppidan, Kirchen-historie des reiches Dänemark. Dritter Theil (Annales
ecclesiæ Danicæ Diplomatici) (kaupmannahöfn: 1747), bls. 256.
39 Finnur Jónsson, Historia ecclesiastica Islandiæ. 2. b. (kaupmannahöfn: Gerhard -
us Giese Salicath 1774), bls. 548–549. („ […] primo Hafniam, indque Soram
deport atur, ubi post sesqvi annum, aut, ut alii volunt, anno tertio (a) mærore
& senio confectus, mortuus est, in Cænobie templo sepultus, incisa lapidi
sepulcrali hac inscriptione: Hic situs est Ogmundus Episcopus Islandiæ.“).
40 Gott dæmi frá ofanverðri 19. öld er rit Þorkels Bjarnarsonar, Ágrip af sögu
Íslands (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1880), bls. 54.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 121