Saga - 2010, Qupperneq 123
inni af ævilokum Ögmundar.44 Að sögn Jóns J. Aðils var biskup
„haldinn allsæmilega“ í klaustrinu „en andaðist þegar á næsta ári
(1542).“45 Önnur útgáfa, endurskoðuð, af bók hins síðarnefnda birt-
ist 1923, tveimur árum eftir fráfall höfundar, með svofelldu orðalagi:
„en biskup lést í hafi og var jarðaður að Sóreyjarklaustri.“46 Það tók
aftur lengri tíma fyrir endurskoðunarstefnuna að „slá í gegn“ í
kennslu bók Jónasar frá Hriflu: gamla frásögnin stóð þar óhögguð
þar til fjórða prentun bókarinnar birtist árið 1935.47 kennslubók
Arnórs Sigurjónssonar (1893–1980), sem birtist fyrst á prenti 1930,
fylgdi nýju frásögninni frá upphafi.48
Þegar kennslubók Jóns J. Aðils kom út í 3. útgáfu endurskoðaðri
árið 1946 gerðist það óvænt að gamla frásögnin af ævilokum Ög -
mundar fékk aftur sinn sess.49 Ætla verður að því hafi ráðið sá sem
annaðist endurskoðunina, þ.e. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri.
en með þessari einu undantekningu stóð útlegging endur skoðunar -
manna á ævilokum Ögmundar biskups óhögguð í íslensk um sögu-
bókum fram til ársins 1978. Þá birtist eftir Björn Þorsteins son sagn -
fræðing Íslensk miðaldasaga þar sem lesa má stutt og laggott: kristofer
höfuðsmaður „sigldi að svo búnu til Dan merkur. Þar var Ögmundur
biskup Pálsson settur í gæsluvarðhald í Sóreyjarklaustur á Sjálandi,
og lést þar líklega snemma árs 1542.“50 Samhljóða frásögn af ævi-
lokum Ögmundar birtist sjö árum síðar í yfirlitsriti Björns sem kom
ævilok ögmundar pálssonar biskups 123
44 Alkunna er hve báðir þessir höfundar voru mjög hallir undir þjóðernislega
túlkun í almennum söguritum sínum, sjá m.a. Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði
frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 15 (Reykjavík,
1986), bls. 22–25.
45 Jón Jónsson [Aðils], Íslandssaga (Reykjavík: Bókaverslun Sigf. eymundssonar
1915), bls. 222. Sjá ennfremur Jónas Jónsson, Íslandssaga handa börnum. Síðara
hefti (Reykjavík: [s.n.] 1916), bls. 37.
46 Jón J. Aðils, Íslandssaga. Önnur útgáfa endurskoðuð (Reykjavík: Bókaverslun
Sigf. eymundssonar 1923), bls. 203.
47 Jónas Jónsson, Íslandssaga. Kenslubók handa börnum. Fjórða prentun (Reykjavík:
[s.n.] 1935), bls. 45–46.
48 Arnór Sigurjónsson, Íslendingasaga. Yfirlit handa skólum og alþýðu. 2. b. (Akur -
eyri: [s.n.] 1930), bls. 208. — Arnór Sigurjónsson, Íslendingasaga. Yfirlit handa
skólum og alþýðu. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt (Akureyri: [s.n.] 1942), bls.
142.
49 Jón J. Aðils, Íslandssaga. 3. útgáfa, endurskoðuð (Reykjavík: Ísafoldarprent -
smiðja 1946), bls. 199. Sjá eftirmála Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, „Íslandss daga
Jóns J. Aðils“, bls. 407–408.
50 Björn Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga (Reykjavík: Sögufélag 1978), bls. 363.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 123