Saga - 2010, Qupperneq 129
nemendum að horfa fram á veginn, grípa tækifærin og ná í „nýjustu
uppfærslurnar“. Í þeim hlutum námskrárinnar sem lúta að einstök-
um greinum er áhersla lögð á skilgreiningu nemendamiðaðra mark -
miða sem skipt er í lokamarkmið, áfangamarkmið og þrepamark mið.
Þannig er leitast við að skilgreina nothæf viðmiðunartæki til að meta
árangur skólastarfs, skref fyrir skref.
en hver er hlutdeild námsgreinarinnar sögu í þessu sambandi?
Í Aðalnámskrá grunnskóla, hefti um samfélagsgreinar, frá 2007, er
lokamarkmiðum sögu lýst svo:
Nemandi
• fái heildarmynd af sögu Íslands (heimabyggðar og landsins í heild)
í samhengi við sögu Norðurlanda, evrópu og heimsins með áherslu
á eftirtalda þætti:
• kennileiti fornaldar, einkum áhrifaþætti íslenskrar menningar
• menningu, samfélag og heimsmynd miðalda, einkum á Íslandi
• tengsl Íslands við grannlönd, einkum á nýöld
• samfélag, stjórnmál, tækni og menningu 19. og 20. aldar á Íslandi og
erlendis
• nemandann sjálfan, aðstæður hans, umhverfi og sögu
• öðlist skilning á ýmsum sviðum sögunnar: menningu, hugarfari,
efnahagslífi, tækni og stjórnmálum
• öðlist skilning á ýmsum þátttakendum sögunnar: einstaklingum og
þjóðum, fjölskyldu og heimabyggð, fullorðnum og börnum
• skoði löng skeið sögunnar og kanni náið afmörkuð svið og tímabil
• geti nýtt sér ýmis birtingarform sögunnar, svo sem munnlegar frá-
sagnir, kennslubækur, handbækur, aðgengileg fræðirit, margmiðlun,
efni á Netinu, söfn, sögustaði og mannvirki12
Þessum markmiðum er síðan fylgt eftir með ýmislegum útskýring-
um og sundurliðaðri markmiðssetningu. en verður þetta ekki að
teljast nokkuð yfirgripsmikið og um leið óljóst? — Hvað þýðir t.d.
„fái heildarmynd af“? eða: „öðlist skilning á ýmsum sviðum sög-
unnar“? Skyldi vera mikil hjálp í þessum leiðbeiningum, t.d. fyrir
unga og óreynda kennara sem standa frammi fyrir nýju verkefni og
ætla að starfa í samræmi við opinber fyrirmæli? Óneitanlega vekur
það líka nokkra tortryggni hversu ólíkum þáttum er oft hrært sam-
an, svo sem í þessari grein þrepamarkmiða fyrir 9.–10. bekk sem
nefnist „Rýni“:
sögukennsla og menntastefna 129
12 Aðalnámskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar, Menntamálaráðuneytið 2007, bls. 7.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 129