Saga - 2010, Page 130
Nemandi
• beiti hugmyndaflugi og raunsæi til að ímynda sér ólíkar stefnur sem
sagan hefði getað tekið
• kanni dæmi um áhrif heimsstyrjaldarinnar á hlutskipti einstaklinga
og þjóða
• leiti sambands milli tækni og tjáningar, tísku og frelsis
• þjálfist í að greina þráð atburða og aðstæðna og skilgreina megin-
atriði13
Hvernig skyldu þessi atriði hafa verið valin? Satt að segja virðist
margt vera teygjanlegt og óljóst í þessum fræðum. Í heild má segja
að fyrirmæli námskrárinnar séu mjög almenns eðlis og hafi yfirleitt
óljósa efnislega skírskotun, þó að sjónarhornið sé í rauninni fremur
þjóðlegt. Námskráin gefur hins vegar mikið valfrelsi. Á þessum
grunni eiga skólarnir að byggja sínar eiginlegu skólanámskrár.
Þegar yfirvöld menntamála setja fram svo víðtæk fyrirmæli um
kennslu einstakra námsgreina í grunnskólum þá skyldi mega ætla
að þau styddust við gott úrval námsefnis, en hvernig stendur sagan
þar að vígi? Vefur Námsgagnastofnunar er talsvert fjölskrúðugur, en
þegar farið er að athuga útgefið efni í sögu kemur í ljós að úrvalið
er að ýmsu leyti fremur takmarkað.14 Talsvert er þó til af fræðslu-
myndum ýmiss konar, einkum um Íslandssögu, og vekur m.a.
athygli hversu afkastamikill Hannes H. Gissurarson hefur verið á
því sviði. Margt af þessum heimildamyndum virðist forvitnilegt
efni, en um annað sýnist óljóst hversu standast muni kröfur fram -
tíðar. Sumar gætu þó átt eftir að verða forvitnilegar heimildir um
sinn eigin tíðaranda, t.d. mynd Hannesar og Ólafs Þ. Harðarsonar í
röðinni Saga 20. aldar: „Þjóð í fremstu röð 1991–2000“.
Segja má að grunnskólaforlag ríkisins sinni Íslandssögunni all-
vel, m.a. með tiltölulega nýlegum kennslubókum fyrir mið- og ung-
lingastig. en það virðist ekki vera fáanleg nein eiginleg mannkyns-
sögubók fyrir grunnskólann og ekki að sjá af vef stofnunarinnar að
neitt slíkt sé í samningu. Í áranna rás hafa fáein almenn útgáfufélög,
t.d. Mál og menning, gefið út námsefni fyrir grunnskólann en nú
virðist heldur dauft yfir þeirri starfsemi; væntanlega þykir áhættu-
samt fyrir venjulega bókaútgefendur að fjárfesta í slíku. Mennta -
málaráðuneytið býður að vísu styrki til námsefnisgerðar, en hingað
til hafa þeir ekki vegið mjög þungt í tilkostnaði við útgáfu nýs efnis.
jón árni friðjónsson130
13 Sama heimild, bls. 45.
14 Vef. http://www.nams.is, skoðað 27. september 2010.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 130