Saga - 2010, Page 132
en því hefur líka verið haldið fram að veigamikla kjölfestu vanti
beinlínis í hina íslensku aðalnámskrá, þ.e. menntastefnuna sjálfa.
Líklega er hér rauninni um sama vandann að ræða.
Íslensk menntastefna
„Það er staðreynd að vísvituð íslensk menntastefna er engin til.“16
Þessi orð lét Páll Skúlason falla í grein árið 1987. Sléttum tuttugu
árum síðar birti Ólafur Páll Jónsson heimspekingur grein þar sem
hann ræðir röksemdir Páls og kemst að þeirri niðurstöðu að fátt hafi
breyst: „engin menntastefna er við lýði á Íslandi.“17 Ólafur Páll beinir
athygli sinni einkum að Aðalnámskrá grunnskóla frá 2007 og byggir
athugun sína á þeirri skilgreiningu menntahugtaksins sem gerir
greinarmun á menntun og færni og vísar m.a. til skilgreininga Páls
Skúlasonar, Þorsteins Gylfasonar og kristjáns kristjánssonar á hug-
takinu menntun. Með mikilli einföldun má orða það svo að mennt-
un lúti að almennum þroska einstaklinga og hæfni til að búa í sam-
félagi með öðrum; færni snúist um getu til að leysa þrautir sem m.a.
er auðvelt að mæla á prófi. Í fyrrnefndu erindi sínu um lífsgildi
Íslendinga notar Páll Skúlason hugtökin fræðslu og menntun um
þessi svið. Þar ítrekar hann það sjónarmið að umræða um mennta-
mál hafi verið stórlega vanrækt og að áhersla á efnahagssvið sam-
félagsins hafi vaxið um of, ekki síst á kostnað hins andlega; ófarir
þjóðarinnar í efnahagsmálum megi ekki síst rekja til þess:
Margir hafa verið óþreytandi við að viðra þann hleypidóm að mennt-
un sé fyrst og fremst fólgin í kunnáttu sem nýtist í atvinnulífinu svo-
kallaða […] Þá hafa þau einföldu sannindi viljað gleymast að menntun
er fyrst og síðast fólgin í eflingu dómgreindarinnar hjá þeirri sjálfsvit-
andi veru sem hvert okkar er. Og dómgreindin er hæfileikinn til að fella
dóma um gildi hlutanna, um gildi hvers sem vera skal, jafnvel lífsins
sjálfs.18
Sá skilningur á menntunarhugtakinu sem heimspekingarnir gera
hér að umræðuefni er ekki nýr af nálinni. Hann er u.þ.b. jafngamall
þeirri hugmynd, sem fæddist með upplýsingunni á 18. öld, að
jón árni friðjónsson132
16 Páll Skúlason, „Menntun og stjórnmál“, Pælingar (Reykjavík 1987), bls. 325–
345; tilv. bls. 331.
17 Ólafur Páll Jónsson, „Skóli og menntastefna“, Hugur 19 (2008), bls. 94–109; tilv.
bls. 103.
18 Páll Skúlason, „Lífsgildi þjóðar“, bls. 41–42.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 132