Saga - 2010, Page 135
kvarði sem beita megi á próf eða mælanlegan námsárangur, „snið -
mát“ er nota megi við mat á árangri nemenda, t.d. er þeir flytjast
milli skóla.25 en spurningunni um heildstæða íslenska mennta-
stefnu, í þeirri merkingu sem hér var lýst, verður varla svarað í
þessu samhengi.
en hvaða máli skiptir þetta fyrir námsgreinina sögu; hentar það
henni illa að búa við losaralega námskrá eða óljósa menntastefnu?
Getur það ekki skapað svigrúm fyrir hugmyndaríka kennara og
nemendur? Til að geta glímt við þessar spurningar verður að íhuga
nánar hlutverk þessarar námsgreinar.
Hlutverk sögu sem námsgreinar
Það er í sjálfu sér lítið hægt að setja út á það meginmarkmið sögu
sem námsgreinar að hún skuli „búa nemendur undir líf og starf í
lýðræðisþjóðfélagi“, en þó sýnist nokkurt álitamál hvernig helst megi
nálgast það. kennslufræði sögu er fremur vanrækt svið hér á landi.
Sá sem helst hefur glímt við hana er Gunnar karlsson, bæði með því
að semja kennsluefni og ræða vanda kennslunnar sjálfrar.26 en í
rauninni hefur sú viðleitni sjaldan kallað fram mikil viðbrögð meðal
annarra fræðimanna; vandi sögukennara í grunn- og framhaldsskól-
um virðist ekki beinlínis hafa haldið vöku fyrir mörgum atvinnu-
sagnfræðingum á undanförnum árum. Í febrúar 1994 var t.d. haldin
merkileg ráðstefna um sögulega ímynd eða sjálfsmynd Íslendinga,
að einhverju leyti í tilefni hinna umdeildu sjónvarps þátta, „Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins“.27 enginn óbreyttur sögukennari var kallað -
ur til að ræða efnið en hins vegar tveir rithöfundar, einn sjálfstætt
starfandi sagnfræðingur og fjórir háskólakennarar í sagnfræði.
Umræðuefni fyrirlesara var þó ekki síst sjálf skólabókasagan. Og árið
2000 var tímaritið Saga helgað yfirliti um íslenska sagnfræði á tutt -
ugustu öld, en sögukennsla í íslenskum skólum fékk þar ekki veru-
lega mikla athygli nema sem e.k. spegill hinnar æðri fræðimennsku.
sögukennsla og menntastefna 135
25 Vef. Sbr. vef ráðuneytis um málefnið, http://www.nymenntastefna.is/. Sumir
þeirra sem að þessari umræðu hafa komið vilja jafnvel aðeins skilgreina stúd-
entspróf sem tiltekna summu af námseiningum úr framhaldsskóla.
Fyrirliggjandi tillögur gera ekki ráð fyrir að saga verði þar kjarnagrein.
26 Sbr. m.a. Gunnar karlsson, Að læra af sögu. Greinasafn um sögunám. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 30 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1992).
27 „Sagan og samtíminn. Ráðstefna um söguskoðun Íslendinga“, Saga XXXIII
(1995), bls. 55–109.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 135