Saga - 2010, Page 136
Í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags veturinn 2006–2007, sem vísað
var til í upphafi, komust þessi málefni þó á dagskrá, t.d. í erindi
Þorsteins Helgasonar. en það verður líka að játast að íslenskir sögu-
kennarar hafa ekki verið framtakssamir við að halda uppi opinberri
umræðu um sína kennslugrein og er það mjög ólíkt því sem gerist
með starfsbræðrum þeirra í Danmörku.28
Víða um lönd hefur þess þótt gæta á síðari árum að sú saga sem
almenningur telur sanna, hinar „sameiginlegu minningar“ sam-
félagsins, eigi litla samleið með þeirri sögu sem sagnfræðingar setja
saman hver fyrir annan.29 Má vera að áhugaleysi fræðimanna á
skólakennslunni sé aðeins ein hliðin á því máli.30
Saga mótaðist sem skólanámsgrein í prússneskum menntaskól-
um á 19. öld og var ætlað að vera kennsluefni fyrir verðandi emb-
ættismenn; hún varð ein meginstoðin í Bildung. Hlutverk hennar var
að styrkja þjóðerniskennd og virðingu fyrir ríki og valdhöfum og
miðla kunnáttu um hefðir þeirra og siði. Hún var, og er raunar enn,
lykilnámsgrein fyrir verðandi diplómata jafnt sem hershöfðingja.31
Vaxandi þjóðernishyggja féll vel að þessari nálgun, og söguskoðun
sjálfstæðisbaráttunnar sem oft er, með réttu eða röngu, kennd við
Jón Aðils og Jónas frá Hriflu, fylgdi henni. eitt sterkasta einkenni
hennar var rík áhersla á persónu- og stjórnmálasögu, frásagnir af
mikilmennum, en af daglegri sýslan almennings sagði færra. Þessi
söguhefð var ríkjandi í skólabókum allt þar til ný uppeldisviðhorf
komu til skjalanna á eftirstríðsárunum; Gunnar karls son nefndi þá
nýjung „vekjandi sögu“.32
karl Marx sneri að nokkru leyti þá nýjung innrætingartæki úr
höndum ráðandi afla með kenningum sínum um sögulega efnis-
hyggju. — Að kjarni sögunnar væri þróunarferli þar sem hreyfiaflið
jón árni friðjónsson136
28 Vef. Sjá t.d. heimasíðu félags danskra sögukennara í framhaldsskólum:
http://www.emu.dk/gym/fag/hi/foreningen. Tímarit þeirra, Noter, kemur
út fjórum sinnum á ári og þar fer gjarnan fram lífleg umræða um fagleg vanda-
mál.
29 Sbr. t.d. Claus Bryld, Kampen om historien — brug og misbrug af historien siden
Murens fald (Roskilde: Roskilde Universitetsforlag 2001).
30 Því skal þó haldið til haga að Gunnar karlsson hefur talað fyrir allt öðru sjón-
armiði, þ.e. að það skipti sagnfræðina öllu máli að hún nái með einhverjum
hætti út til skólanemenda og almennings.
31 Hún er enn mikilvæg námsgrein í herskólum, sbr. t.a.m.Westpoint-herskólann
bandaríska: Vef. http://www.dean.usma.edu/sebpublic/curriccat/static/
index.htm, skoðað 30. september 2010.
32 Gunnar karlsson, „Markmið sögukennslu“, Að læra af sögu, bls. 9–43.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 136