Saga - 2010, Page 138
inn í skólana. Nú virtist æ augljósara að hin hefðbundna skólabóka-
saga hafði að mörgu leyti verið full af hlutdrægni og gagnslausum
staðreyndafróðleik sem skorti samtímalega merkingu fyrir nem-
endum.35 Í grunnskólum var því tekið að samþætta námsgreinarnar
sögu, félagsfræði, landafræði og átthagafræði og mótuð ný kennslu-
grein, samfélagsfræði. Í framhaldsskólum fékk félagssagan byr í segl-
in þegar kom fram á áttunda áratuginn. Þessar breytingar urðu þó
ekki átakalausar; tíðindi af samfélagsfræðikennslu í grunnskólum
og róttækum námsbókum í framhaldsskólum ollu verulegum deil-
um á áttunda og þó einkum níunda áratugnum og samfélagsfræði -
tilrauninni í grunnskólunum var í rauninni hætt í miðjum klíðum
þó að ákveðinni samþættingu væri áfram haldið.36
Þó að þessar öldur hafi lægt þegar leið að aldarlokum er hæpið
að segja að ríkt hafi fullur einhugur um áherslur; má og vera að
friðurinn hafi fremur stafað af því að pólitískt og félagslegt hlutverk
greinarinnar var orðið óljósara en áður. Þjóðernishyggjan virtist
dofnuð; róttæknin á stöðugu undanhaldi og ráðamenn hættir að
óttast gagnrýnisaugu félagssögu sem vildi breyta heiminum. Í að -
draganda aldamótanámskránna lét menntamálaráðherra þó ýmis leg
tvíræð gagnrýnisorð falla um sögukennslu í íslenskum skólum.37
Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á gaml ársdag
1999 vakti hins vegar meiri athygli. Þar kvartaði hann m.a. undan
fákunnáttu ungra gesta í Stjórnarráðshúsinu um gengna forsætis-
ráðherra, sem þeir þekktu ekki einu sinni á myndum: „Hef ég þá trú
að kennsla og þekking yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu
þjóðarinnar sé í molum.“38
Það er þó alls ekki víst að kenna megi félagssögu eða vinstri -
sinnuðum sögukennurum um vaxandi fáfræði nemenda um
stjórnmálamenn fyrri tíðar. Þar kemur líklega fleira til. Síðustu ár
tuttug ustu aldar voru sögunni sem námsgrein að ýmsu leyti
nokkuð mótdræg.
jón árni friðjónsson138
35 Sbr. Wolfgang edelstein, „Saga eða samfélagsfræði“, Skóli – nám – samfélag
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), bls. 174–192.
36 Sbr. Gunnar karlsson, „Sögukennslu-skammdegið“, Að læra af sögu, bls. 49–59
og Þorsteinn Gunnarsson, Controlling Curriculum Knowledge: A Documentary
Study of the Icelandic Social Science Curriculum Project (Ohio: Ohio University
1990).
37 Sbr. Björn Bjarnason, „Gildi sagnfræðinnar“, Ný saga 7 (1995), bls. 53–56.
38 Morgunblaðið 31. des. 1999, bls. 46–47. Sjá viðbrögð í Morgunblaðið 18. jan. 2000,
bls. 36–37.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 138