Saga - 2010, Síða 140
hann hafnaði gjarnan þeirri heildarhugsun sem var innbyggð í eldri
söguskoðun.
Ýmsir íslenskir heimspekingar hafa glímt við að skýra einkenni
póstmódernismans og tekið fremur gagnrýna afstöðu. Þorsteinn
Gylfason kallaði hann einfaldlega „tíðaranda í aldarlok“ og hafði á
honum litlar mætur.43 Sigríður Þorgeirsdóttir vildi þó gera greinar-
mun á hinum öfgafyllri afbrigðum hans og hinum hófstilltari og
notadrýgri.44 Afstaða Páls Skúlasonar var einna afdráttarlausust:
eftirnútíðin ber öll merki andlegs stjórnleysis, þar sem allar skoðanir,
öll rök, allar hugsanir og öll markmið verða jafngild eða réttara sagt
jafnmarklaus. eftirnútíðin einkennist af því að mælikvarðarnir verða
jafnmargir mönnunum og allt fer í einn graut. Það sem menn kalla
„umræður“ er þá ekki annað en bægslagangur við að hræra öllu saman
og gefa fólki síðan að smakka á alls kyns málþingum.45
Póstmódernisminn færði sagnfræðinni vissulega ýmis forvitnileg
sjónarmið og nýtilegar hugmyndir.46 Þar má t.d. nefna einsöguna
svonefndu, míkrósöguna. en það er meira álitamál hversu hollur
hann hefur verið almennum sögunotendum meðal almennings eða
í skólum. Fyrir þá er lítið hald í þeim fróðleik að sagan sé í rauninni
merkingarlaus „hrærigrautur“ og sannleikurinn um hana svo af -
stæð ur að fremur beri að líta á viðleitni manna til að rannsaka
fortíðina sem listgrein en vísindi; að sagnfræði sé í besta falli bók-
menntir eða jafnvel sjálfshjálparbókmenntir fyrir þá sem við hana
sýsla. Þessi afstæðishyggja hefur m.a. leitt til þeirrar ályktunar að
yfirlitssaga sé jafnan dæmd til að vera í eðli sínu lítið annað en
dulbúinn stórisannleikur, saman settur til réttlætingar hefð eða
valdi, eða stórsaga.47 Sú afstaða hefur þó mætt harðri gagnrýni.48
jón árni friðjónsson140
43 Þorsteinn Gylfason, „er heimurinn enn að farast?“, Tímarit Máls og menningar
59:3. (1998), bls. 114–127.
44 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Póstmódernismi sem heimspekilegt hugtak“, Tímarit
Máls og menningar 59:3 (1998), bls. 128–140.
45 Páll Skúlason: „Sagan og tómið“, Pælingar II (Reykjavík 1989), bls. 149–159, tilv.
151.
46 Sbr. keith Jenkins, Re-thinking History (London og New york: Routledge 2001).
47 Sbr. Sigurður Gylfi Magnússon. „Aðferð í uppnámi“, Saga XLI:1 (2003), bls.
15–54.
48 Gunnar karlsson, „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og einokun ein-
sögunnar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 127–151; ennfr.: „Málstofa: kostir og ókostir
yfirlitsrita“, Saga XLII:1 (2004), bls. 131–175.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 140