Saga - 2010, Page 141
Danski sagnfræðingurinn Claus Bryld hefur fjallað um þá ein-
kennilegu stöðu sem hér er upp komin. Þrátt fyrir margar fræðileg-
ar nýjungar er svo að sjá að fræðileg sagnfræði sé sífellt að fjarlægjast
almenning en söguleg miðlun hins vegar að færast á hendur ann-
arra aðila en sagnfræðinga sjálfra. Venjulegur sögunotandi vill nefni -
lega meðtaka söguna sem frásögn, ekki sem strúktúrgreiningu eða
merkingarfræði, og ef sagnfræðin og skólabókasagan geta ekki lagt
honum til skiljanlega frásögn að styðjast við þá mun afþrey-
ingariðnaðurinn a.m.k. ekki bregðast honum. Þessi sögunotandi vill
geta samsamað sig efninu, speglað sig í því, til þess að það hafi
merkingu fyrir hann; þannig mótar hann sjálfsmynd sína, hún er
sjálfsævisöguleg, rétt eins og sagan hefur lengst af skapað sjálfs-
mynd samfélaga.49 en á síðustu áratugum 20. aldar tekur hin sam-
eiginlega saga sem óðast að brotna upp í margar sögur og verða
þannig einstaklings- og neytendamiðaðri. — Þetta þýðir ekki aðeins
að hver og einn geti núorðið skrifað „sína eigin sögu“ og endur-
mótað sjálfsmynd sína heldur líka að margir aðilar fá færi á að
blanda sér í þá sjálfsmyndarsköpun, bæði á sviði neyslu, afþreying-
ar, stjórnmálaviðhorfa o.s.frv.; auglýsingaiðnaður nútímans starfar
einmitt á þessum forsendum. Sjálfsmyndir einstaklinga og sam-
félaga verða sífellt hverfulli á tímum fjölmenningar og neyslusam-
félags.50
en það er einkennileg þversögn að þó að póstmódernisminn hafi
á köflum verið ótrúlega loftkenndur þá leitaðist tíðarandi nýfrjáls-
hyggjunnar jafnan við að skilja allt efnislegum skilningi, hagfræði -
legum fremur en siðferðislegum eða fagurfræðilegum; „tilfinninga-
rök“ voru léttvægari en „hagnýt“ rök. Þetta lýsti sér t.d. í því að sú
menntun sem ekki varð mæld í einhvers konar „einingum“ og hafði
eitthvert skiptigildi á markaði var eiginlega ekki til. — er það
kannski ein af ástæðum þess að mönnum hefur ekki enn hug-
kvæmst að skilgreina íslenska menntastefnu?
Hin varanlega nútíð
Ýmsir fræðimenn urðu til þess að vekja á því athygli undir lok 20.
aldar að einkennilegar breytingar væru að verða á tíma- og söguvit-
und fólks eða öllu heldur sögulegu tímaskyni; fortíðin virtist sífellt
sögukennsla og menntastefna 141
49 Claus Bryld, Kampen om historien, bls. 149–162.
50 Sbr. t.a.m. Zygmunt Bauman, Arbejde, forbrugerisme og de nye fattige (kaup -
mannahöfn: Hans Reitzels Forlag 2002), bls. 46–51.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 141