Saga - 2010, Síða 142
framandlegri.51 Sagnfræðingurinn eric Hobsbawm orðar þetta svo
í upphafi bókar sinnar um 20. öldina:
eyðing fortíðarinnar, eða öllu heldur þeirra félagslegu þátta sem tengja
nútíðarreynslu manns við reynslu fyrri kynslóða, er eitt dæmigerðasta
og uggvænlegasta fyrirbæri ofanverðrar tuttugustu aldar. Í aldarlok
elst flest ungt fólk upp í eins konar varanlegri nútíð og skortir öll lífræn
tengsl við opinbera fortíð þeirra tíma sem það lifir.52
er raunverulega hægt að lifa og hrærast í einhvers konar „varan-
legri nútíð“ og án þess að skynja sjálfan sig sem þátttakanda í sögu-
legri framvindu? Slík tilvera felur væntanlega í sér að menn þroski
ekki með sér það sem nefnt hefur verið söguvitund.
Hugtakið söguvitund á uppruna að rekja til vísindaheimspeki 19.
aldar og var m.a. haft til að skilgreina sjónarhorn þess sem glímdi við
að rannsaka sögu og meðvitund hans um eigin höfundarafstöðu.53
Fram eftir tuttugustu öld var hugtakið notað innan hugvísinda á
sviði túlkunarfræði og söguspeki, en á áttunda áratugnum fóru
menn að átta sig á gildi þess á sviði menntunarfræða. Árið 1979 var í
Vestur-Þýskalandi gefin út Handbuch der Geschichtsdidaktik og með
henni urðu til ný viðmið í þeim efnum, en þaðan barst hugmyndin
að því er virðist til Norðurlanda. Söguvitund var hér skilgreind svo:
„Geschichtsbewusstsein [umgreift] den Zusammenhang von Ver -
gangenheitsdeutung, Gegenwartsverständnis und Zukunft sper -
spektive.“54 — Hún felur semsé í sér vitund um samhengið milli merk-
ingar fortíðar, skilnings á samtíð og framtíðarsýnar. Samkvæmt þessum
kenningum má gera ráð fyrir að öllum sé eðlilegt að þroska með sér
einhvers konar söguvitund, hvort sem þeir hafa beinlínis lært
eitthvað í sögu eður ei. Að því leyti sem maðurinn skynjar eigið líf
sem frásögn hlýtur honum að vera eðlilegt að leitast við að tengja þá
frásögn við þá mynd sem hann gerir sér af fortíðinni.55 en ef eitthvað
jón árni friðjónsson142
51 Sbr. t.d.: einar Már Jónsson, „Skammhlaup“, Saga XL:1 (2002), bls. 205–224;
Peter kemp, Verdensborgeren som pædagogisk ideal, bls. 33; ennfr.: Claus Bryld,
Kampen om historien.
52 eric Hobsbawm, Öld öfganna (Reykjavík: Mál og menning 1999), bls. 15.
53 Hans-Georg Gadamer, Truth and Method, bls. 235 og 300–302.
54 Tilv. e. Bernard eric Jensen, Historiedidaktiske sonderinger (kaupmannahöfn:
Institut for historie og samfundsfag, Danmarks Lærerhøjskole 1994), bls. 66.
55 Um söguvitund sjá m.a. Bernard eric Jensen, Historiedidaktiske sonderinger; og
Historie – livsverden og fag (kaupmannahöfn: Gyldendal 2003) og einnig Sigrún
Sigurðardóttir, „Bundin með hendur í kross!“, Sagnir 18 (1997), bls. 38–45.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 142