Saga - 2010, Síða 157
þegar upp var staðið? Hvaða dóm er hægt að leggja á þá sögu sem
hefur verið sniðin að hugmyndum ráðandi stjórnmálaafla í landi sem
á sér eins þyrnum stráða sögu og raun ber vitni? Stríð og átök hafa
einkennt þetta margbrotna samfélag alla tíð, átök um grundvallar-
gildi þeirra sem það byggja. Baráttan fyrir sjálfstæði frá evrópu -
löndum og þrælastríðið svonefnda sem snerist upp í hatrama borg-
arastyrjöld á síðari hluta 19. aldar — svo einhver dæmi séu nefnd —
skildu eftir sig slóð sögulegra atburða sem bandarísk menning og
þjóðlíf hefur glímt við allt fram til dagsins í dag. Þættir eins og trúar-
brögð, kynþættir, kyn og þjóðarbrot hafa skipt sköpum við mótun
þessarar þjóðar. Átök milli þeirra og andstæðra sjónarhorna, svo sem
milli menntaðra og ómenntaðra manna, fjallabúa og íbúa strand-
héraða, Suðurríkja- og Norðurríkjamanna, sveitamanna og þéttbýlis-
búa, ríkra og snauðra, hafa sett mark sitt á bandarískt samfélag frá
upphafi. Allt eru þetta þættir sem gáfu tilefni til endalausra átaka um
skilning og túlkun á fortíðinni; átök sem virðast ekki eiga sér nein
takmörk — engin endimörk. Bandaríkin eru með öðrum orðum sam-
félag sem gengur út frá því að „dómur sögunnar“ sé alltaf rangur!
Og hvað skyldu Bandaríkjamenn hafa fyrir sér í því?
Þjóð verður til?
Í bókinni Past Imperfect, frá árinu 2004, rekur höfundurinn Peter
Charles Hoffer sögu sagnfræðinnar meðal annars út frá hugmynd-
inni um „dóm sögunnar“. Á 19. öld hófst eins og kunnugt er hin
svonefnda faglega sagnfræði til vegs og virðingar. Í það minnsta
vann hún sér traust og hylli almennings og vísindamanna fyrir að
halda utan um þau gildi sem voru álitin samfélaginu helgust — að
segja söguna eins sanna og kostur væri. Hin nýja sagnfræði leysti að
nokkru leyti af hólmi fræðaiðkun áhugamanna, einkum af yfirstétt,
sem kostað höfðu rannsóknir sínar sjálfir og skrifað söguna út frá
sínu þrönga sjónarhorni.
Hóparnir tveir áttu þó eitt sameiginlegt, nefnilega hugmyndina
um sögu þjóðar sem eina og samfellda heild undir slagorðinu: „one
people, one nation, one history“ og sú hugmynd kom í raun í veg
fyrir að bandarískir sagnfræðingar gætu tekist á við sögu þjóðar-
innar á heiðarlegan hátt.5 Inn á síður þeirra slæddust enda ekki aðrir
dómur sögunnar er ævinlega rangur! 157
5 Peter Charles Hoffer, Past Imperfect, bls. 48. Sjá einnig Ron Robin, Scandals and
Scoundrels: Seven Cases that Shook the Academy (Berkeley: University of California
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 157