Saga - 2010, Qupperneq 159
birst í ýmsum myndum nær alla 20. öldina og byggist á þeirri hugs-
un að sagnfræðin þjóni því hlutverki að leita eftir sameiginlegum
gildum þjóðarinnar og og draga fram samfelluna í sögunni sem all-
ir geta sætt sig við. Hlutverk sagnfræðinga sem þannig vinna er „að
gefa þjóðinni sögu“. Og þótt Bandaríkin hafi verið nefnd hér sér-
staklega er sama munstrið að finna í nær öllum þjóðlöndum —
hvert sem litið er hafa sagnfræðingar þjónað hugmyndum ríkjandi
valdastétta; sett kíkinn á blinda augað og rakið sögu atburða og
hugmynda eins og þeir hafa talið að hæfði best því samfélagi sem
þeir byggðu.10
Með nýju félagssögunni, fyrst á sjöunda áratugnum og síðar af
enn meiri þunga, opnuðust allar gáttir himinsins — réttlætið streymdi
niður eins og hellt væri út fötu, að því er mörgum fannst.11 Hoffer
lýsir félagssögunni sem „inclusive, diverse, self-critical“ og að henni
hafi beinlínis verið stefnt gegn samfellusagnfræðinni.12 Nú fengu
allir sína sögu; konur, börn, allir kynþættir, þjóðarbrot og minni-
hlutahópar — um þá alla átti að fjalla á eins greinargóðan hátt og
mögulegt var. Hugmyndin að baki nýju félagssögunni var skýr:
Allir hópar samfélagsins skiptu máli og hverdagslegar athafnir
þeirra gáfu margfalt betra tækifæri til að skilja fortíðina en fyrri
fræðitilraunir höfðu gert. Vandi félagssögunnar var hins vegar sá að
á meðan fræðimennirnir kepptust við að gera fræði sín gjaldgeng í
heimi raunverulegra vísinda — raunvísinda — misstu þeir einstakl -
ingana í sögunni ofan í kvíar tölfræðinnar þar sem áherslan var á
hópinn og hegðun hans. Á sama tíma breyttist samræðan innan
sagnfræðinnar, átökin milli ólíkra hópa og fræðilegra skóla hörðn -
uðu, meðal annars vegna þess að samhliða félagssögunni komu
fram á sjónarsviðið sagnfræðingar af ólíkum uppruna með aðrar
dómur sögunnar er ævinlega rangur! 159
10 Sjá dæmi frá ýmsum þjóðlöndum sem rakin eru í bók Margaret MacMillan,
Dangerous Games, bls. 113–138.
11 Um þróun félagssögunnar sjá Georg G. Iggers, Historiography in the Twentieth
Century. From Scientific Objectivity to the Postmodern Challenge (London:
Wesleyan University Press 1997). Sjá einnig Vef. Sigurður Gylfi Magnússon,
„Social History — Cultural History — Alltagsgeschichte — Microhistory: In-
between Methodologies and Conceptual Frameworks.“ Journal of Microhistory
1 (2006), http://microhistory.org/pivot/entry.php?id=20.
12 Peter Charles Hoffer, Past Imperfect, bls. 60 og 62–92. Sjá einnig Peter Novick,
That Noble Dream: The “Objectivity Question” and the American Historical
Profession (Cambridge, Mass.: Cambridge University Press 1988), og Norman
J. Wilson, History in Crisis? Recent Directions in Historiography (Upper Saddle
River, N.J.: Prentice Hall 1999).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 159