Saga - 2010, Blaðsíða 162
menningar- og félagssögufólk hefur í áratugi bent á takmarkað
mikilvægi stjórnmála í samfélagslegu tilliti og hagað rannsóknum
sínum í samræmi við það. ef stjórnmál hafa komist á dagskrá þessa
hóps eru þau rannsökuð sem „fyrirbæri“, sem þjóðfélagslegt við -
fang, en ekki sem tákn um mikilleik einstakra manna sem hópar
leggja sig fram um að upphefja í stíl helgirita — í anda biskups-
sagnanna nýju.17
engum blöðum er um það að fletta að málsmetandi sagnfræð -
ingar hafa á síðustu tuttugu árum raðað sér á viðfangsefni sem unn-
in eru í anda yfirstéttarsagna — sögu stórmenna — og hrist fram úr
erminni hvert stórvirkið af öðru. Ég hef sýnt fram á að helsta ein-
kenni íslensku sögustofnunarinnar hafi verið yfirlitssagan sem vann
gegn hugmyndinni um endurskoðun sögunnar — drap í dróma þá
litlu viðleitni sem var til endurskoðunar sögunnar í landinu — enda
byggist hún á þeirri hugmynd að dómar sögunnar séu ætíð réttir
(eða að sjálfsagt sé að festa þá í sessi).18 Á tíunda áratug tuttugustu
aldar varð nefnilega til nokkurskonar „akademía yfirlitsins“ í há -
skóla samfélaginu; svo mörg stór verk voru unnin á því tímabili
þegar „íslenski skólinn“ og frumherjar „íslensku söguendurskoð -
sigurður gylfi magnússon162
17 Dæmi um nýstárlega nálgun að stjórnmálum er doktorsritgerð Birgis
Hermannssonar en þar fjallar hann um þróun þjóðernis í ljósi þjóðfélagsbreyt-
inga á 19. og 20. öld: Understanding Nationalism. Studies in Icelandic Nationalism
1800–2000 (Stokkhólmur: Department of Political Science — Stockholm
University 2005). Sjá einkum bls. 173–351 þar sem fjallað er um íslenskar
þjóðernishugmyndir. Guðmundur Hálfdanarson nefndi ævisögur stjórnmála-
manna „biskupasögur hinar nýju“ í samnefndri grein: „Biskupasögur hinar
nýju. Um ævisögur fjögurra stjórnmálamanna“, Saga XXXI (1993), bls. 169–190.
18 Þessar hugmyndir má meðal annars finna í bók minni Sögustríð. Greinar og frá-
sagnir um hugmyndafræði (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna 2007). Þar
kemur fram hörð gagnrýni á fjölmarga íslenska sagnfræðinga en viðbrögðin
hafa látið á sér standa, með einni undantekningu þó. Sjá Halldór Bjarnason,
„Um Sögustríð Sigurðar Gylfa Magnússonar“, Saga XLVII:1 (2009), bls.
188–199. Hér má einnig vísa í póststrúktúralíska greiningu Jóns Þórs Péturs -
sonar á endalokum „íslensku söguendurskoðuninnar“: Jón Þór Pétursson,
„Tortím and inn. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og hugmyndir um sögu og
sagnfræði á tíunda áratug tuttugustu aldar“, Frá endurskoðun til upplausnar.
Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn
eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda. Ritstj. Hilma
Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík:
Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían 2006), bls. 151–208.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 162