Saga - 2010, Page 163
unarinnar“ tóku höndum saman um þessa fræðilegu áherslu. Þarna
voru áhrifamiklir sagnfræðingar og prófessorar í fylkingarbrjósti,
hópur sem gaf tóninn um hvað gæti talist verðugt viðfangsefni.19
Áhrifa þeirra gætti víða því bókmenntafræðingar undir forystu
Halldórs Guðmundssonar, þáverandi útgáfustjóra Máls og menn-
ingar, réðust í ritun heljarmikils yfirlitsverks um sína sögu sem kom
út í fimm bindum.20 Og mörg ný yfirlitsrit bíða enn í röðum. er ekki
hundrað ára afmæli Háskóla Íslands á næsta leiti? Það verður
áhugavert að sjá hvernig akademían minnist þeirra tímamóta, hvaða
aðferðir og leiðir háskólafólkið velur af þessu tilefni.
Heima í héruðum landsins eru menn við sama heygarðshornið.
Á hverju ári berast fregnir af því að sveitarstjórnamenn ákveði að
ráðist skuli í ritun efnis sem tengist byggðunum sem þeir stjórna.
Nýlega kom fram í fréttum að stjórnmálamenn á Akranesi hefðu
ákveðið fyrir rúmum tíu árum að hefja ritun sögu staðarins. Fyrir
skemmstu kom í ljós að söguritunin hefði kostað tæplega 100 millj-
ónir króna og enn væri langt í land með að verkinu lyki.21 Skag -
firðingar hafa verið með mann eða menn á launum við að skrifa
sögu sína frá árinu 1995 og áætlað er að átta bindi komi út af þeirri
sögu áður en yfir lýkur (og jafnvel fleiri). Hvert bindi er veglegt,
prentað á góðan pappír með miklum fjölda mynda, og fjögur bindi
hafa nú þegar birst. Það liggur í augum uppi að kostnaðurinn við
verkið er hár. Sögufélag Skagfirðinga sér um útgáfuna en hún er
kostuð af sveitarfélaginu, fyrirtækjum á svæðinu (kaupfélagi Skag -
firðinga), Búnaðarsambandinu og að auki hafa styrkir fengist frá
ríkinu að því er heimildir herma.
Það sem vekur athygli er að stórhuga byggðarlög — hér eru
aðeins nefnd tvö en þau eru miklu fleiri sem lagt hafa út í kostnaðar-
söm en misvel heppnuð verkefni — skuli ekki geta fundið aðrar
leiðir til að fjalla um samfélag sitt en að vinna með dóma sögunnar.22
dómur sögunnar er ævinlega rangur! 163
19 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „Íslensk sagnfræði 1980–2005: yfirlit“, Frá
endur skoðun til upplausnar, bls. 220–225.
20 Ég fjalla aðeins um umræðuna um þetta verk í bókinni Sögustríð, bls. 353–355.
Þess má geta að listfræðingar munu nú sitja í hópum og skrifa sambærilegt
yfirlitsverk og bókmenntasagan er um sitt viðfangsefni.
21 Vef. „Bókin um Akranes kostar 100 milljónir — 23 ár í vinnslu“ Visir.is 22. nóv-
ember 2010.
22 Sjá viðauka við greinina „Íslensk sagnfræði 1980–2005: yfirlit“ (bls. 211–249)
sem nefnist: „yfirlit yfir yfirlitsrit í íslenskri sagnfræði 1980–2005“, bls. 249–260.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 163