Saga - 2010, Page 165
í augum eigenda bankans ef henni mátti fórna með einu penna-
striki? Sýnir þetta dæmi ekki svart á hvítu hversu illa réttlætanlegt
það er að beita sagnfræðilegum aðferðum í yfirborðslega ímynda -
smíð og að það skiptir máli á hvers forsendum samvinna af þessu
tagi er? Hvað veldur því þá að hópur háskólafólks telur slíka þátt-
töku réttlætanlega?
Í landi akademíunnar
eins og sýnt var fram á hér að framan þá er margt í vinnulagi
sagnfræðinga — orði þeirra og æði — sem krefst þess að þeir fallist
á eða vinni með dóma sögunnar og festi þá í sessi. Hin sagn fræði -
lega „aðferð“ gengur út frá því að sagnfræðingar skilji fortíðina. Það
gera þeir að sögn með því að setja fram skynsamlegar og sennileg-
ar frásagnir eða kenningar um hana; með söfnun heimilda, úr -
vinnslu þeirra og túlkun „staðreynda“ í empírískum anda.25 Því hef-
ur jafnvel verið haldið fram að flestir muni komast að svipuðum
niðurstöðum ef fylgt er hinu formlega ferli sagnfræðilegra rann-
sókna.26 Þessar hugmyndir um vinnubrögð sagnfræðinga kalla á að
komist verði að málamiðlunum um fortíðina og dómar séu felldir.
en gegn þessari hneigð fræðimanna er hægt að vinna þó svo að það
verði örugglega ekki gert nema með fullum atbeina virks háskóla-
samfélags. Skilyrðin sem verða að vera fyrir hendi eru eftirfarandi:
Í fyrsta lagi verður að tryggja fjölbreytt námsval í háskólum
landsins og helst þyrfti að kenna sem flest fög við fleiri háskóla en
einn.27 Þegar ég segi námsval þá á ég við að mikilvægt sé að nem-
dómur sögunnar er ævinlega rangur! 165
25 Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor benti á í grein sem hann birti í Sögu
2004 að öfugt við póstmódernista „telja flestir sagnfræðingar að hægt sé að
skilja fortíðina og að það geri þeir með því að setja fram skynsamlegar og
sennilegar frásagnir og kenningar um hana.“ Guðmundur bætir við að „flest-
ir sagnfræðingar haf[i] ekki gengið lengra en að safna, vinna úr og túlka
staðreyndir í anda raunhyggju, empírisma“, sem aðrir geti svo sannreynt með
„viðurkenndum aðferðum sagnfræðinnar“. Guðmundur Jónsson, „„yfirlits -
hugs unin“ og tálsýn íslensku einsögunnar“, Saga XLII:1 (2004), bls. 142.
Viðhorf þetta má finna víða. Sjá til dæmis Richard J. evans, In Defense of
History, bls. 65–87.
26 Gunnar karlsson, prófessor emeritus, hefur haldið fram þessari skoðun víða í
ritum sínum. Sjá til dæmis „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og ein-
okun einsögunnar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 145.
27 Ég bendi á mjög eindregnar skoðanir Halldórs Bjarnasonar á þessum þætti
sem birtust í Fréttabréfi Háskóla Íslands þar sem hann taldi að breyting þyrfti að
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 165