Saga - 2010, Page 166
endur kynnist sem flestum leiðum við vinnslu fræðilegs efnis. ef
horft er til sagnfræðinnar er nauðsynlegt að áherslan færist frá
„dómum sögunnar“, efnislegum áhersluatriðum sagnfræðinga, yfir
í greiningu á fjölmörgum útfærslum sagnfræðilegra röksemda-
færslna til þess að fagið þrífist sem lifandi vettvangur skoðanaskipta
um fortíðina. Þetta þýðir mikla stefnubreytingu hjá Sagnfræði- og
heimspekideild Háskóla Íslands sem hefur fyrst og fremst lagt
áherslu á að tryggja að nemendur öðlist færni í að tileinka sér hug-
myndir um liðna tíð eins og þær hafa ratað inn í yfirlitsritin.
Möguleikar til að breyta um stefnu eru hins vegar óendanlega marg-
ir og bjóða upp á mun meira spennandi kosti til að nálgast faglega
umræðu. Áherslan verður að færast frá „viðteknum sannindum“
yfir í óræða og óskýrða fleti sem fræðunum hefur ekki tekist að
komast til botns í. Hvað vitum við til dæmis um tilfinningalíf fólks á
fyrri tíð, um aðstæður heimilislausra, kynhegðun almennings, geð -
veiki og áhrif fleiri alvarlegra sjúkdóma á hversdagslífið — er erindi
sagnfræðinnar virkilega fyrst og fremst bundið við þá dagskrá að
búa til heildstæða „þekkingu“ um þjóðina án þess að huga að fjöl-
mörgum og mikilvægum þáttum mannlífsins sem fólk þurfti að
glíma við frá degi til dags? er ekki hægt að taka undir með Guðna
elíssyni bókmenntafræðingi í grein um nýja sýningu Þjóðminjasafns
Íslands er hann spyr: „Af hverju var ekki fremur valin sú leið að
draga eyðurnar fram og fjalla um þær á upplýsandi hátt?“ í stað
þess að fylla upp í þær með munum frá öðrum tímaskeiðum.28
Í öðru lagi verður að leggja áherslu á að fjölbreytni sé ríkjandi
innan rannsóknasamfélagsins alls. Það verður best gert með því að
slíta á tengsl samkeppnissjóðanna og háskólanna eins mikið og kost-
ur er. Það er ekki nóg með að fag eins og sagnfræði sé aðeins kennt
í einum háskóla hér á landi heldur er meginþorri þeirra rannsókna
sem fjármagnaðar eru úr samkeppnissjóðum Rannsóknarráðs Ís -
lands stundaður innan veggja þessa sama háskóla. Þegar þetta
leggst saman eru áhrifin augljóslega þau að vísindarannsóknir á
mörgum sviðum eru unnar í óþægilega þröngu umhverfi þar sem
sigurður gylfi magnússon166
verða á kennslu í sagnfræði. Hann hélt því fram að best væri að koma á fót
samkeppni milli háskóla um kennslu í faginu enda hefði kennsla við sagn -
fræðiskor staðið meira eða minna í stað áratugum saman. Sjá Halldór Bjarna -
son, „Samkeppni, hugarfar og hugvísindamenn“, Háskólafréttir. Frétta bréf
Háskóla Íslands 27:1 (2005), bls. 7–9.
28 Guðni elísson, „„Frægðin hefur ekkert breytt mér.“ Þjóðin, sagan og Þjóð -
minjasafnið“, Ritið 4:2 (2004), bls. 160.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 166